Strandapósturinn - 01.06.1990, Page 29
grindaskemmu Strandaverks hf. í iðnaðarhverfi Hólmvíkinga.
Auk þessa var reist eitt íbúðarhús á vegum einstaklinga, en lítið
hefur verið um slíkar byggingar síðustu ár. Loks var sett upp ný
flugstöð við Hólmavíkurflugvöll, en frágangi hennar er ekki lok-
ið.
Þær byggingar, sem vöktu hvað mesta athygli, voru sumarhús
sem reist voru í og við svonefndan Nátthaga í Skeljavík seint íjúlí.
Þar risu 7 hús á nokkrum dögum, þar af ein gufubaðstofa. Húsin
eru í eigu Páls Þorgeirssonar, og hefst útleiga á þeim á sumri
komanda.
Á Drangsnesi var unnið áfram við viðbyggingu við skólann, og
var kostnaður á árinu um 3 milljónir króna. Húsið var klætt að
utan og glerjað. Má heita að frágangi að utan sé lokið, en þó er
eftir að klæða sökkulveggi að hluta.
Á árinu lauk umfangsmiklum viðgerðum á Staðarkirkju í
Steingrímsfirði. Þann 30. september var haldin hátíðarmessa í
kirkjunni af þessu tilefni. Biskup íslands, hr. Ólafur Skúlason,
prédikaði í messunni, en meðal annarra kirkjugesta voru forseti
Islands, þjóðminjavörður og dóms- og kirkjumálaráðherra. Þessir
gestir heimsóttu einnig Bjarnarljörð, og voru við vígslu Gvendar-
laugar, sem hleðslumeistarinn Sveinn Einarsson frá Egilsstöðum
hafði þá endurhlaðið.
í Árneshreppi var unnið áfram við nýju kirkjuna, og er hún nú
tilbúin undir klæðningu að innan. Þá var lokið við viðbyggingu við
skólann á Finnbogastöðum, auk endurbóta inni í gamla skólan-
um. Viðbyggingin við skólann hefur vakið athygli fyrir það
hversu vel útlit hennar fellur að gamla húsinu, en það teiknaði
Guðjón Samúelsson á sínum tíma. Arkitekt viðbyggingarinnar er
Guðlaugur Gauti Jónsson.
Eins og áður hefur komið fram, voru miklar framkvæmdir í
gangi við sláturhúsið á Óspakseyri á árinu. Á Stað í Steingríms-
fírði var reist íbúðarhús og flatgryija á Geirmundarstöðum. Að
öðru leyti var ekki mikið um byggingar í sveitum. Þó voru reistar
nokkrar vélageymslur í sýslunni.
Aðrar verklegar framkvœmdir. Steypt var þekja á nýja bryggju í
höfninni í Norðurfirði, en miklar hafnarbætur hafa verið gerðar
27