Strandapósturinn - 01.06.1990, Page 31
Þar urðu víðast litlar breytingar á skipan hreppsnefnda og engin
oddvitaskipti. I Kaldrananes- og Hólmavíkurhreppum voru lista-
kosningar. I Kaldrananeshreppi komu fram 2 listar; H-listi fram-
farasinna og K-listi umbótasinna. Fékk H-listi þrjá menn kjörna,
en K-listi tvo. Oddviti var kjörinn Guðmundur B. Magnússon af
H-lista. Eftir kosningar mun hafa dregið mjög úr því ósætti, sem
verið hefur milli íbúa Drangsness og Bjarnarfjarðar síðustu ár.
I Hólmavíkurhreppi komu einnig fram 2 listar; H-listi al-
mennra borgara og I-listi sameinaðra borgara, en I-listinn var
sameiginlegt framboð tveggja hópa, sem buðu fram í kosningun-
um 1986. Fékk I-listi íjóra menn kjörna en H-listi einn. Brynjólfur
Sæmundsson af I-lista var kjörinn oddviti.
Eldsvoðar. í janúar kviknaði í öðrum tveggja rafala í Þverárvirkj-
un. Rafallinn eyðilagðist, en litlar skemmdir urðu að öðru leyti.
Við þetta dró úr framleiðslugetu virkjunarinnar, en von er á
nýjum rafali í upphafi næsta árs.
Ýmislegt. Sunnudaginn 1. júlí var þess minnst með hátíðarmessu
í Óspakseyrarkirkju, að 50 ár voru liðin frá vígslu kirkjunnar.
Biskup íslands, herra Ólafur Skúlason prédikaði í messunni.
Meðal kirkjugesta var kirkjusmiðurinn, Gísli Gíslason í Gröf. Þar
var einnig Jón Sigmundsson á Einfætingsgili, en hann söng í
kórnum við vígslu kirkjunnar. Jón lét heldur ekki sitt eftir liggja í
kórsöngnum á 50 ára vígsluafmælinu.
A árinu var komið á formlegu vinabæjarsambandi milli Hólma-
víkurhrepps og sveitarfélagsins Tanum í Svíþjóð. I september
sóttu 5 Hólmvíkingar vinabæjarnefndamót í Tanum, en þar voru
einnig mættir fulltrúar frá vinabæjum Tanum á hinum Norður-
löndunum, þ.e. Hole í Noregi, Aarslev í Danmörku og Kustavi og
Merimasku í Finnlandi. Á mótinu í Tanum voru lögð drög að
stofnun formlegrar vinabæjarkeðju allra þessara bæja, og í árslok
höfðu allar hlutaðeigandi sveitarstjórnir staðfest þátttöku sína í
keðjunni. Hólmavíkurhreppur er langminnsta sveitarfélagið í
þessum hópi, en alls voru íbúar bæjanna sex 28.216 við stofnun
keðjunnar.
Haustið 1990 opnaði Helga Björk Sigurðardóttir (Kristinssonar
Sveinssonar) hársnyrtistofu á Hólmavík, en slíkt fyrirtæki hefur
29