Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1990, Page 53

Strandapósturinn - 01.06.1990, Page 53
í þessari ritsmíð verður getið nokkurra þátta úr félagssögu Strandasýslu, getið stofnára félaga og félagasamtaka og reynt að geta orsaka. Strandir II. er aðalheimild, en annarra heimilda verður getið sérstaklega. Fyrst verður þó gerð stutt grein fyrir Strandasýslu, enda hlýtur félagsstarf að vera háð landafræði við- komandi svæðis. Strandasýsla nær frá Hrútafjarðará að Geirólfsgnúpi (Geir- hólmi). Hún er á austurströnd Vestfjarðakjálkans, en vestan Húnaflóa. Vegalengdir eru allmiklar innan sýslu, enda munu urn 150 kílómetrar vera á milli norður- og suðurtakmarka. Strand- lengjan er þó mun lengri, enda er sýslan vogskorin. Undirlendi er nokkurt sunnan til og allt norður til Steingrímsfjarðar, en norðan hans er undirlendið víðast aðeins örmjó ræma milli ijalls og fjöru, ef skriðurnar og núparnir ganga þá ekki alveg í sjó fram. Nokkurt undirlendi er þó í Bjarnarfirði syðri og Trékyllisvík. Vegalagning er afarerfið á þessu svæði, enda komst nyrsti hreppurinn, Árnes- hreppur, ekki í vegasamband fyrr en 1965. Bílvegurinn frá Bjarn- arfirði syðri til Trékyllisvíkur verður enn (1985) oftast ófær í fyrstu snjóum. Byggðin í Árneshreppi er því mjög einangruð mikinn hluta ársins. Nálægðin við Dumbshaf setur sitt mark á veðráttuna. Oft þykir anda köldu inn Húnaflóa, og hafísinn hefur verið tíður gestur við Strandir í aldanna rás. Lífsbaráttan hefur því löngum verið hörð, og menn hafa lært að tefla ekki um of á tvær hættur. Alkunna er, að Strandamenn hafa síðustu áratugi verið rninna háðir veður- guðum um heyöflun en aðrir landsmenn. Þeir verka meginhluta heyfengs í súrhey. Þetta er ekki ný bóla. Ásetningur virðist hafa verið þar skynsamlegyi en í nágrannabyggðarlögum öldum sam- an. Þessu til suðnings skal bent á vitnisburð sr. Benedikts Pálsson- ar á Stað á Reykjanesi, en hann lætur þess getið í Fréttum af V esturlandi, að Strandamenn setji skynsamlega á vetur og felli því síður fé en rnenn í nágrannabyggðarlögum. Þessi umsögn er gefin á árunum 1801—1803, en harðindin þá virðast hafa reynt þolrifin á Vestfirðingum í viðlíka mæli og sjálf Móðuharðindin eftir um- sögn sr. Benedikts að dæma. Vitnisburður þessi var prentaður í Ársriti Sögufélags ísfirðinga árið 1985. Sr. Benedikt var Eyfirð- 51
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.