Strandapósturinn - 01.06.1990, Page 53
í þessari ritsmíð verður getið nokkurra þátta úr félagssögu
Strandasýslu, getið stofnára félaga og félagasamtaka og reynt að
geta orsaka. Strandir II. er aðalheimild, en annarra heimilda
verður getið sérstaklega. Fyrst verður þó gerð stutt grein fyrir
Strandasýslu, enda hlýtur félagsstarf að vera háð landafræði við-
komandi svæðis.
Strandasýsla nær frá Hrútafjarðará að Geirólfsgnúpi (Geir-
hólmi). Hún er á austurströnd Vestfjarðakjálkans, en vestan
Húnaflóa. Vegalengdir eru allmiklar innan sýslu, enda munu urn
150 kílómetrar vera á milli norður- og suðurtakmarka. Strand-
lengjan er þó mun lengri, enda er sýslan vogskorin. Undirlendi er
nokkurt sunnan til og allt norður til Steingrímsfjarðar, en norðan
hans er undirlendið víðast aðeins örmjó ræma milli ijalls og fjöru,
ef skriðurnar og núparnir ganga þá ekki alveg í sjó fram. Nokkurt
undirlendi er þó í Bjarnarfirði syðri og Trékyllisvík. Vegalagning
er afarerfið á þessu svæði, enda komst nyrsti hreppurinn, Árnes-
hreppur, ekki í vegasamband fyrr en 1965. Bílvegurinn frá Bjarn-
arfirði syðri til Trékyllisvíkur verður enn (1985) oftast ófær í
fyrstu snjóum. Byggðin í Árneshreppi er því mjög einangruð
mikinn hluta ársins.
Nálægðin við Dumbshaf setur sitt mark á veðráttuna. Oft þykir
anda köldu inn Húnaflóa, og hafísinn hefur verið tíður gestur við
Strandir í aldanna rás. Lífsbaráttan hefur því löngum verið hörð,
og menn hafa lært að tefla ekki um of á tvær hættur. Alkunna er,
að Strandamenn hafa síðustu áratugi verið rninna háðir veður-
guðum um heyöflun en aðrir landsmenn. Þeir verka meginhluta
heyfengs í súrhey. Þetta er ekki ný bóla. Ásetningur virðist hafa
verið þar skynsamlegyi en í nágrannabyggðarlögum öldum sam-
an. Þessu til suðnings skal bent á vitnisburð sr. Benedikts Pálsson-
ar á Stað á Reykjanesi, en hann lætur þess getið í Fréttum af
V esturlandi, að Strandamenn setji skynsamlega á vetur og felli því
síður fé en rnenn í nágrannabyggðarlögum. Þessi umsögn er gefin
á árunum 1801—1803, en harðindin þá virðast hafa reynt þolrifin á
Vestfirðingum í viðlíka mæli og sjálf Móðuharðindin eftir um-
sögn sr. Benedikts að dæma. Vitnisburður þessi var prentaður í
Ársriti Sögufélags ísfirðinga árið 1985. Sr. Benedikt var Eyfirð-
51