Strandapósturinn - 01.06.1990, Síða 63
ræktarfélaga og slysavarnafrömuðir til stofnunar slysavarnarfé-
laga. Slys innanhéraðs áttu einnig þátt í stofnun sumra síðast-
nefndu félaganna. Önnur félög bárust til Stranda sem alda, er
gekk yfir landið eða hluta þess. Kaupfélögin og ungmennafélögin
eru dæmi um slík félög, en ungmennafélög voru þó tiltölulega
seint stofnuð á svæðinu og af fyrrnefndri orsök. Aðstæður í héraði
hafa hvatt til stofnunar annarra félaga, til dæmis sauðfjárræktar-
félaganna.
Strandamenn voru fljótir til að stofna sumar félagagerðir. Sem
dæmi má nefna kaupfélögin og sparisjóðina. Þá voru þeir í farar-
broddi um stofnun lestrarfélaga. Lestrarfélög á Ströndum héldu
málfundi og ræddu þar ýmis nytjamál og héldu samkomur. Þau
gengust einnig fyrir útgáfu sveitablaða.
Eftirfarandi tafla sýnir skiptingu þeirra félaga milli hreppa,
sem starfað höfðu með vissu í sýslunni f985:
Bæjarhreppur i9
Óspakseyrarhreppur i2
Fellshreppur 9
Kirkjubólshreppur 12
Hólmavíkurhreppur 14
Hrófbergshreppur 6
Kaldrananeshreppur 14
Arneshreppur 11
Ekki er allt sem sýnist. Félagssvæði kaupfélaganna á Borðeyri
og Hólmavík ná yíir mun stærra svæði en Bæjar- og Hólmavíkur-
hrepp, en til þeirra eru þessi félög talin. Ótalin eru félög, sem ná
eða náðu yfir stærra svæði en einn hrepp, til dæmis ræktunar-
svæðin, hrossaræktarfélög, Búnaðarfélag Kirkjubóls- og Fells-
hrepps, Sparisjóður Kirkjubóls- og Fellshrepps og Lestrarfélag
Tröllatungu- og Fellssafnaða. Auk þessa er næsta víst, að ekki eru
öll kurl til grafar komin, kirkjukórar hljóta til dæmis að hafa
starfað víðar en í Prestbakkasókn.
Félög þessi störfuðu ekki öll samtímis, nautgriparæktarfélögin
höfðu til dæmis flest lagst af er sauðfjárræktarfélögin tóku til
starfa. Ungmennafélög hafa verið endurreist og undir nýju nafni.
61