Strandapósturinn - 01.06.1990, Page 70
Benedikt Guðlaugsson:
Fyrsta
langferðin
— 9. maí, 1913, föstudaginn fyrir hvítasunnu
Við vorum sjö systkinin, þá á aldrinum hálfs árs til þrettán ára.
Móðir okkar, Sigurlína Guðmundsdóttir, dó 30. nóvember haust-
ið áður, svo ekki lá annað fyrir en að fjölskyldunni yrði tvístrað og
börnunum komið fyrir annars staðar.
Við vorum svo lánsöm að komast á góð, velstæð heimili hjá
frændfólki og öðru góðu fólki. Ég sem þessar línur læt á blað og
Guðrún systir mín höfðum fengið samastað hjá móðursystrum
okkar, hún hjá Guðrúnu í Bæ á Selströnd í Steingrímsfirði, en ég
hjá Önnu á Eyjum í sömu sveit.
Ferðin var hafin snemma dags í góðu veðri, sólskini og logni.
Bærinn, sem við vorum að yfirgefa, heitir Bakki í Geiradal í
Austur-Barðastrandarsýslu. Leið okkar lá því norður yfir Trölla-
tunguheiði til Steingrímsijarðar.
Nágranni okkar, Kristmundur bóndi á Valshamri, mun hafa
lánað okkur hesta til ferðarinnar og var auk þess með í ferðinni að
Smáhömrum, en þá tók annar farkostur við.
Bratt mjög er upp á Tröllatunguheiði að sunnanverðu og þurfti
68