Strandapósturinn - 01.06.1990, Qupperneq 84
hittist svo á að kerling ein ætlaði ofan stigann, og lenti höfuð
mannsins uppundir pils hennar sem voru skósíð. Maðurinn kann-
aðist ekki við umhverfið, svo hann bætti við ávarpið til fólksins:
„Hér hef ég aldrei komið áður.“
Var nú sest að snæðingi á hótelinu og meðan á borðhaldinu stóð
var talað um á hvaða bæjum væri gott fé. Einhver var með Búnað-
arritið upp á vasann, en þar var að finna töflur yfir mál á hrútum
sem komið höfðu á sýningar á fjárkaupasvæðinu. Var þetta rætt
um stund af miklum áhuga. Það var létt yfir mannskapnum, enda
vorum við í sendinefnd sem borðaði upp á reikning.
Næst var stoppað í Haga á Barðaströnd og tekið bensín. Okkur
var boðið kaffi, sem við þáðum. Þar hittum við Hákon Kristófers-
son fyrrv. alþingismann og er hann mér minnisstæður. Þegar
vestur í Patreksfjörðinn kom dreifðist hópurinn, og vorum við á
flestum bæjum einir við að vigta og merkja lömbin, en heimafólk-
ið vann auðvitað að þessu með okkur.
Á öðrum degi kom til móts við mig Jósep Rósinkarsson. Hann
var þá ráðunautur okkar Strandamanna og átti einkum að velja
lífhrúta. Við Jósep komum síðla dags á bæ nokkurn og fórum
strax í fjárhúsin til að vigta og velja lífhrúta úr fé bóndans. Þegar
því var lokið var orðið áliðið kvöldsins, og bauð bóndi okkur
gistingu um nóttina. Veðri var svo háttað þennan dag sem við
vorum þarna að hvasst hafði verið af suðvestri og mikil rigning, en
um kvöldið stytti upp og Iygndi. Mjög hlýtt var og svartamyrkur,
því loft var alskýjað. Var nú gengið til bæjar. Heimilisfólkið var
auk hjónanna, sem voru nokkuð yfir miðjan aldur, þrjú börn
þeirra uppkomin, tvær dætur og sonur. Þau voru hjá okkur í
fjárhúsunum þegar við vorum að vigta lömbin. Það var ekkert
rafmagn en nokkrir olíulampar á veggjum, og var víða hálfskugg-
sýnt á bænum. Húsaskipan var í stórum dráttum þannig, að niðri
eða á jarðhæð var stofa og eldhús og borðuðum við þar. Við
komum inn í stofuna til að síma, en þar virtist ekkert vera inni af
húsgögnum. Uppi voru svo svefnherbergi undir súð og frekar
lágt til lofts. Eftir kvöldverðinn fylgdi bóndi okkur Jósepi upp á
loftið, og lá stiginn upp í herbergi sem í voru tvö rúm undir
súðinni, og var herbergið aðeins tvær rúmlengdir. Þetta var eigin-
82