Strandapósturinn - 01.06.1990, Page 85
lega eitt langt rúm með lágu skilrúmi á milli, og var þannig um
rumin búið að fótagafl var sameiginlegur fyrir bæði rúmin. Okk-
Ur Jósep var vísað á það rúmið sem nær var uppgöngunni, en
bóndi fór að hátta í hitt rúmið.
Eg er nú dálítið vangæfur með að geta sofið, sérstaklega þar
seru heitt er og lágt til lofts eins og var þarna. Ég mæltist til þess við
Jósep að fá að sofa fy rir framan hann í rúminu og varð hann
íúslega við þeirri bón, enda er hann hraustmenni sem lætur ekki
sh'ka smámuni á sig fá. Mig minnir að rúmið væri nú í styttra lagi
fyrir okkur Jósep svona langa menn, en gaflinn hefur sjálfsagt
yenð sterkur og þolað þó spyrnt væri í hann.
Þegar við vorum háttaðir allir þrír fórum við að spjalla saman
°g sagði bóndi okkur meðal annars frá björguninni við Látra-
Ejarg, en hann var einn í björgunarsveitinni. Eftir nokkra stund
homu heimasæturnar upp á loftið og fóru inn í herbergi, sem var
Wnaf því sem við vorum í. En ég held að engin hurð hafi verið
fyrir dyrunum, að minnsta kosti voru þær opnar. Svona var þetta
°ft í gömlu bæjunum, að heimafólk og gestir sváfu í sömu baðstof-
unni.
Við felldum nú niður talið við bónda og ég held að Jósep hafi
verið sofnaður fyrir ofan mig. Fór hann vel í rúmi og hraut ekkert
svo ég yrði var við. Ég var vakandi og sá nú að húsfreyja kom upp í
herbergið og bjóst til að hátta hjá bónda sínum, en slökkti áður á
rimpanum svo kolamyrkur varð í herberginu.
Þegar ég var búinn að liggja vakandi nokkra stund tók ég þá
úkvörðun að ganga út að glugganum, sem var eitthvað opinn, og
anda að mér svölu lofti. Glugginn var á gaflinum nálægt rúmi
°kkar Jóseps og því stutt að fara. En stigagatið var opið og ekki
notaleg tilhugsun að eiga á hættu að steypast þar niður. En að
§lugganum komst ég og teygaði að mér svalt útiloftið og sneri svo
hl rúmsins aftur. En þar sem varla sáust handaskil fyrir myrkri þá
Var sú hætta fyrir hendi að ég lenti þeim megin við rúmgaflinn
Sern hjónin sváfu. En þetta lánaðist allt vel og ég lagðist útaf við
hliðina á Jósep, en hann svaf alltaf að ég held og vissi ekkert um
þetta ferðalag mitt. Ég sofnaði nú von bráðar og vaknaði ekki fyrr
eu um morguninn. Var þá komið ljós á lampann og húsfreyja
83