Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1990, Side 95

Strandapósturinn - 01.06.1990, Side 95
bátar voru ævinlega sitt hvoru megin, svo alltaf væri tiltækur farkostur tl að ferja þá sem á þurftu að halda, það kom því sjaldan fyrir að farið væri kringum fjörð væru ferðalangarnir gangandi senr oftast var. Fyrir kom þó að báðir bátarnir væru sörnu rnegin ef heimilisfólk fór á þeirn sinna erinda eða voru lánaðir. Á Fornaseli var einnig beitarhús. Þar hélt bóndinn á Dröngum fé sínu til beitar á vetrum. Skammt utar og yst við fjörðinn Dranga megin er Meyjarsel. Fólk mun hafa hafst þar við fyrir eigi all- löngu. Allmiklar rústir eru á Skjaldarvíkurseli. Þar voru frekar nýlegar tóftir peningshúsa. Sagt er að til forna hafi verið þar býli. Eftir rækilega skoðun á því sem mér þótti merkilegt á Fornaseli röltum við inn með fírðinum. Fjörðurinn var jafn lygn og daginn áður. Hvergi var svo rnikið sem gáru að sjá á sléttum sjávarfletin- um. Þegar inn undir Breiðanesið kom sá ég að nær var háflæði og allar leirurnar voru á kafí. Mér leist ekki á blikuna að verða að fara ána fram á eyrurn. En það var víst alveg óþarfi fyrir mig að gera mér rellu út af því. Lýsa tók nú stjórnina í sínar hendur. Hún vippaði sér niður í fjöru og óð þegar út í sjó. í fyrstu fór hún með landinu, en þó ekki nær en það að vatnið var á miðjar síður. Hún var kynlega létt á sér að mér fannst. Hún lyftist og vaggaði sitt á hvað. Stundum gaf hún frá sér ánægjuhljóð. Mér fannst þetta eins og skemmtilegur leikur og lét hana ráða ferðinni. Hún ýrnist rak nasirnar í vatnið eða reisti makkann og beindi sjónum yfir fjörð- inn. Þá fékk ég ógnvænlegt hugboð um hvað hún hafði í hyggju. Hún sveigði nú skáhallt út fjörðinn og stefndi að landi við Hvann- stóðarnes, sem er rétt innar en farið er upp í Skarðið. Fyrr en varði sat ég í vatni upp í mitti. Lýsa teygði fram höfuðið og blés ánægju- lega. Hún varð svo létt í vatninu að það var eins og hún svifi á milli þess sem hún spyrnti rösklega í botninn. Nú fór að fara alvarlega unr mig. Mér hraus hugur við ferðinni yfir fjörðinn. Það var langt og hrokasund alla leið. Mér datt ekki í hug að hún gæti synt með mig á bakinu alla þá leið. Ég greip í taumana og reyndi að beina henni að landinu. En hún kippti rösklega í og taumurinn rann úr höndum mínum. Það þykknaði í mér og um leið og ég skipaði henni höstum rómi að hætta við þetta dró ég taumana að mér af 93
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.