Strandapósturinn - 01.06.1990, Page 96
öllu afli. Þetta hafði þau áhrif að höfuð hennar fór á kaf og það var
eins og henni fataðist. Hún bylti sér sitt á hvað áður en hún náði
botninum. Eg hélt mér dauðahaldi í tauminn, en missti takið
þegar hún spyrnti sér upp. Þegar hún kom úr kaflnu stóð vatns-
strókurinn úr nösum hennar. Þrátt fyrir þetta hélt hún stefnu
sinni.
Eg reyndi að tala blíðlega til hennar. „Elsku Lýsa mín, gerðu
þetta ekki“. Tárin læddust fram í augnkrókana og kökkur kom í
hálsinn." Lýsa lét sem hún heyrði ekki til mín og lagði kollhúfur. f
örvæntingu minni tók ég báðum höndum í tauminn sem vissi að
landinu og togaði af öllum mætti. Höfuð hennar sveigðist út á hlið
og færðist í kaf. Hún missti sundtökin og ég sökk í ískaltjökulvatn-
ið. Það næsta sem ég man var að ég hélt mér dauðahaldi í hnakk-
nefið. Eg gerði engar frekari atrennur til að fá Lýsu til að breyta
ætlun sinni. En Lýsa blés svo að vatnsbunan stóð úr báðum nösum,
en hún hafði nú breytt ferð sinni. Nú beindi hún för skáhallt inn
fjörðinn, á Sandeyrina. Eg hallaði mér áfram og greip í faxið.
Róleg og örugg sundtökin lyftu henni í vatninu. Öll hræðsla hvarf
og rólegur og sannfærður um farsælan endi á þessari sérkenni-
legu sjóferð beið ég þess að við næðum landi hinum megin fjarð-
arins.
Þótt ég viti að þetta var allangt sund, sem hlýtur að hafa tekið
drjúgan tíma að þreyta fannst mér að innan stundar stæðum við á
Sandeyrinni. Eg stóð andspænis henni og hélt í tauminn, en hún
hengdi hausinn. Mér sýndist hún skömmustuleg. Hún mátti víst
skammast sín fyrir tiltækið. Þá var eins og eitthvað losnaði innra
með mér. Mér rann í skap. Hún skyldi fá að heyra hvað hún hafði
gert. Eg ætlaði að segja mömmu hvernig hún hafði farið að ráði
sínu. Eg gekk feti nær og reiddi svipuna til höggs, þá reisti Lýsa
höfuðið. Hún leit til mín. Ur augum hennar stafaði hlýju og
glettni. Hún smellti flipanum á kinn mér eins og hún vildi segja.
„Þetta var leitt, en mikið var það samt gaman, bjálfinn þinn.“
Svipan féll til jarðar. Öll stóru orðin voru gleymd. Eg hljóp upp
um hálsinn á henni hjúfraði mig í hálsakoti og hló og grét í senn.
Hún nuddaði snoppunni við bak mitt eins og hún vildi hugga
þennan óreynda anga, sem vissi minna en hann lét.
94