Strandapósturinn - 01.06.1990, Blaðsíða 102
í janúar 1975 þurfti Solveig af fyrrgreindum ástæðum að fara
suður til Reykjavíkur og leggjast inn á sjúkrahús. Þá eins og
venjulega á þessum árstíma var mikill snjór og ekki talið mögulegt
að moka veginn á Munaðarneshlíðinni. Þá var gripið til þess ráðs
að fara á bát hér inn Ingólfsfjörð að svonefndu Eiði, sem er ►
hæðardrag er skilur að Norðurfjörð og Ingólfsfjörð og er líklega
um tvö hundruð metra hátt. Varð því að vaða snjóinn upp þessa
brekku þar til komið var upp á bílveginn, en hann var þá fær
þangað upp frá Norðurfirði. Þar beið Agúst Gíslason bóndi í
Steinstúni á jeppa og sá hann um að koma Solveigu út á flugvöll-
inn á Gjögri. Eftir það gekk allt eins og í sögu.
Svo var það í marsmánuði 1978 að sagan endurtók sig. Þá var
einnig rnikill snjór og vegur ófær, var því hafður sami háttur á og
farið á bát og gengið síðan upp Eiðið. En nú var ekki hægt að
komast á bíl þangað upp frá Norðurfírði. Var því fengin jarðýta
með sleða í eftirdragi og á hann settist Solveig. En í þetta sinn var
annar farþegi, sem tók sér far með jarðýtunni, hann var að vísu
fullfrískur. Það var sá mikli garpur Sigurjón Rist, vatnamælinga-
maður. Hann hafði verið að athuga vatnið í Hvalá í Ófeigsfírði, ►
hafði komið daginn áður og gist hjá okkur á Munaðarnesi. Nú var
kappinn sestur á sleða aftan í jarðýtu við hliðina á vanfærri konu,
og ekki annað að sjá en honum líkaði það bara vel. í Norðurfírði
beið svo Agúst á jeppanum, og skilaði ferðalöngunum á flugvöll-
inn.
Þá var það íbyrjun febrúar 1981 að konan var enn kominí sömu
aðstöðu og fyrr, og svo illa haldin af háum blóðþrýstingi og bjúg í
fótum, að læknir lagði svo fyrir að hún yrði að liggja í rúminu.
Helst vildi hann að hún færi á sjúkrahús. Þar sem hún rnátti nú
ekki reyna neitt á sig var ekki hægt að fara þá leið, sem farin hafði
verið í hin tvö skiptin. Sem fyrr var vegurinn lokaður og ekki talið
vit í að fara að ryðja hann. Veðurfar var eins og svo oft á þessum
árstíma rysjótt og óstöðugt og dagurinn stuttur. Mér var ekki rótt
að hafa konuna heima í þessu ástandi og velti fyrir mér hvernig
koma mætti henni suður eða öllu heldur til Norðurijarðar, en
þaðan var vegur fær á flugvöllinn á Gjögri. Til Norðurfjarðar er
hægt að komast á bát með því að sigla í kringum Krossnesfjall. Svo
100