Strandapósturinn - 01.06.1990, Page 103
ílla stóð á hjá okkur hér á bænum, að trillubátur sem við áttum var
vélarvana, þar sem vélin hafði verið send suður í nýjan bát sem þar
var verið að smíða. Við vorurn því nánast bátlausir fyrir utan smá
skektu sem ekki var hægt að fara á í svona ferð fyrir útnes með
fram opnu hafi.
Kaupfélagið á Norðurfirði átti þá uppskipunarbát, sem hékk í
davíðum á bryggjunni. Fljótlegt gat verið setja bátinn á flot. Ég
ferði í tal við Gunnstein kaupfélagsstjóra hvort mögulegt væri að
fá þennan bát lánaðan, og hvort hann vildi taka að sér að fara
þessa ferð. Það var eins og búast mátti við auðsótt mál. Þá hafði ég
samband við Ágúst á Steinstúni sem bauðst til að fara með Gunn-
steini. Var því ákveðið að fara í þessa siglingu strax og veður og
sjór gengu niður. Fyrstu dagana í febrúar var stöðug ótíð. En
þann sjöunda var útlit fyrir gott veður. Hafði ég þá samband við
þá bræður, og brugðu þeir strax við. Eins og áður sagði var veðrið
rólegt um morguninn, hæg vestanátt en kalt, frostið 8 stig og
sjókuldi mikill sem marka mátti af því, að allar víkur og vogar voru
fullar af krapi. Það var því heldur kuldalegt að leggja upp í svona
ferðalag. Þeir bræður voru komnir hingað að Munaðarnesi um
hádegið og höfðu verið hálfa aðra klukkustund á leiðinni. Þegar
hér var komið sögu hafði heldur bætt í vindinn og var nokkur
áhlaðandi við klettana sem lent var við. Þeir bræður höfðu sýnt þá
fyrirhyggju að taka með sér gám, og var nú búið um Solveigu í
honum og hún dúðuð með teppum til að verja hana kulda. Var
síðan lagt upp í þessa siglingu sem gekk í alla staði vel, þó hvessti
nokkuð á leiðinni og var töluverð ágjöf. Kom sér þá vel að vera í
gámnum og hafa þar skjól fyrir sjó og vindi. Þegar til Norður-
Qarðar kom, tók Ágúst að sér að koma Solveigu út á flugvöll eins
°g í öll fyrri skiptin.
Það má sjálfsagt segja sem svo að það, sem sagt hefur verið frá
hér, sé nú kannski ekki svo ýkja merkilegt og varla í frásögur
ferandi og það kann vel að vera. Víst er að fyrir nokkrum áratug-
um hefði þetta ekki þótt neitt tiltökumál.
En í dag held ég að það hljóti að vera heldur fátítt, þess vegna
setti ég þessa frásögn á blað.
Þeir sem kjósa að eiga heima í afskekktum byggðum og búa við
101