Strandapósturinn - 01.06.1990, Síða 105
Ingólfur Jónssonfrá Prestsbakka:
Saga um sögu
— Nei, drengir, sagan er ekki dauð og það er ferskeytlan ekki
heldur. Báðar lifa en dvelja í lægð í bili og rísa upp þegar minnst
varir, því að þær eiga heima í sál þjóðarinnar, fólksins, manna eins
og okkar, sem nú störfum við að grafa þennan hitaveituskurð
fyrir Reykjavíkurborg, sagði Jón gamli og leit glettnum augum á
vinnufélaga sína, þar sem þeir sátu á bekkjum vinnuskúrsins í
kaffihléinu.
— Fólk eins og við, hélt Jón áfram, hvers vegna það? Hvers
vegna sagði ég ekki fyrst og fremst í sál þeirra sem tekið hafa að sér
að vera vökumenn þjóðarinnar. Manna eins og stjórnmálamanna,
menntamanna, vísindamanna, skálda, sálfræðinga, kennara og
hvað allir þessir menn eru kallaðir. Ég skal segja ykkur hvers
vegna. Ég held að þessir menn hafi flestir sett sjálfa sig í þær
skorður sem þeim þykja bærilegastar, dregið ályktanir, slegið
þeim föstum sem staðreyndum, og með því losað sig undan þeirri
kvöð að vera leitendur fyrir þjóðina. Það er alltaf þægilegra að
vera heima en þurfa að fara í smalamennsku. Innst inni kunna
þeir að vita, að þetta er ekki rétt, en þeir hafa svæft sig sjálfa í
ysnum og hávaðanum, og eitt af því, sem þeir virðast hafa tekið
gilt, eru fullyrðingar um að sönn ritlist sé fólgin í nýsköpun, sem
afneitar fornum hefðum, leitar að skrípum og hugarórum, sem
við alþýðumenn skiljnm ekki og getum ekki lært, formleysum,
sem hvorki eru fugl né fiskur.
— Þetta er nú skárri ræðan hjá þér, Jón minn, sagði verkstjór-
inn, Björn kallaður Björn kaldi. Hvernig veistu svona mikið um
skáldskap? Þetta get ég svarið að er fullkomin latína fyrir mig. Mér
þykir fjandans nóg að lesa blaðskrattann sem ég kaupi og reyna að
103