Strandapósturinn - 01.06.1990, Page 108
fítna en margar þeirra voru orðnar grindhoraðar af hlaupum og
áhyggjum.
Húslestrarnir og postillurnar hafa kannske hjálpað til og svo
blessaðir prestarnir, þeir hafa að sjálfsögðu brýnt fyrir sóknar-
börnum sínum guðlegar hugsanir og gott siðferði sem vera bar.
Þetta er nú sagan urn söguna sem olli þeinr fárviðrum, er enn
geymast í minnunr fólks sem þá lifði, og varð hitagjafi nrargra í
lágreistum baðstofukytrum í fábreytni afskekktra sveita þar sem
hugmyndaflugið er oft í dái, en neistinn sem varð þar að báli var
ein stutt saga í þessu góða tímariti.
Jón hafði lokið sögu sinni en félagar hans sem voru sumir miður
sín af hlátri klöppuðu óspart fyrir honum.
— Mikið fjandi var þetta góð saga hjá þér, Jón minn sagði
verkstjórinn, Björn kaldi. Næst þegar þú segir slíka sögu, þá
framlengi ég hléið okkar eftir þörfum hvað sem borgarstjórinn
okkar og verkfræðingar hans segja.
Þetta var hið mesta hrós sem nokkur þeirra hafði heyrt af
vörum Björns og jafnframt hið stærsta fórnarboð, því enginn
þekkti dæmi til þess, að honum hefði fyrr í huga komið að fram-
lengja kaffihlé um mínútu, svo nákvæmur var hann í starfi sínu.
— Já, drengir mínir, sagði Jón, sagan lifir og ferskeytlan líka,
og látum þetta nægja í bili. Skurðskömmin er víst farin að búast við
okkur.
106