Strandapósturinn - 01.06.1990, Page 113
Tildrög
Islands-
ferðar
Thors
Jensen og
Borðeyrar-
vist
Skrásett af Valtj Stefánssyni
Thor Jensen í fermingarfötunum
frá heimavistarskólanum.
Veturinn 1877—1878 þurfti skólastjórinn að venju að sjá drengj-
unum í efsta bekk fyrir námsvist að afloknu prófi um vorið. Átti
hver drengur þá að hafa fengið vísan samastað við verklegt nám í
einhverri atvinnugrein.
Einn daginn, er skólastjóri var í kennslustund hjá okkur í efsta
bekk, spyr hann okkur alla í senn, hvort nokkur okkar vildi ráðast
í þjónustu íslenzks kaupmanns, Valdemars Brydes, og fara með
skipi hans til Islands með vorinu til 5 ára námsvistar.
Valdemar Bryde hafði þennan vetur tekið íbúð á leigu í húsa-
kynnum, er skólinn hafði yfir að ráða, og voru þeir skólastjóri og
hann málkunnugir. Undanfarin ár hafði Bryde haft fasta verzlun
á Hólanesi. Þar hafði faðir hans áður verið beykir og síðar stofnað
litla verzlun, er Valdemar tók við af honum. Hann hafði nú í
nokkur sumur haft lausaverzlun frá skipi á Borðeyrarhöfn og
vegnað vel. Um veturinn hafði hann undirbúið stofnun fasta-
verzlunar á Borðeyri með vorinu. Er áliðið var vetrar, kom Bryde
að máli við Otto Jensen og spurði hann, hvort ekki gæti komið til
mála, að einhver þeirra drengja sem útskrifast ættu frá skólanum
111