Strandapósturinn - 01.06.1990, Qupperneq 114
um vorið, myndi tilleiðanlegur til að gerast verzlunarnemi hjá
honum á Borðeyri.
Þessi voru tildrögin til spurningar Ottos Jensens skólastjóra,
sem fyrst beinir þessarri frásögn til Islands.
Enginn varð til þess að svara spurningunni í það sinn, enda
gerði skólastjóri ekkert til þess að hvetja okkur til að taka boðinu.
Féll það mál niður að sinni.
En einhvernveginn fannst mér strax, að þetta kynni að vera
íhugunarefni fyrir mig. Þeir drengir úr skólanum, sem ætluðu að
leggja stund á verzlun, fóru oftast nær í námsvist til kaupmanna
víðsvegar um Danmörku, en mér fannst það heillandi tilhugsun
að fara í langferð og kanna ókunna stigu. Það fullnægði einhverju
af þeirri gífurlegu forvitni um heiminn, sem landafræðikennslan
hafði kveikt í mér.
I lesbók þeirri, sem við höfðum í skólanum, voru valdir kaflar
úr Islendingasögum í danskri þýðingu. Sögubrot þessi höfðu yfir
sér ævintýrablæ, er átti vel við dreng á mínum aldri, ekki sízt er
hann hafði lesið skáldsögur Walters Scotts og kapt. Marryats. Ég
lét mig engu skipta hið kuldalega nafn landsins, og ekki hafði ég
haft fyrir að grennslast eftir því, hvernig lífskjör fólks voru á
Islandi.
Skömmu eftir að skólastjóri lagði spurninguna fyrir okkur,
kom ég á tal við hann og sagði, að ég væri reiðubúinn að taka þessu
boði, ef ég fengi til þess samþykki móður minnar. Ég ætlaði hvort
sem væri út á verzlunarbrautina, og gæti þá eins byrjað á Islandi
eins og annarsstaðar. Skólastjóri var enn hlutlaus í málinu og
gerði ekkert til þess að eggja mig til fararinnar.
Næsta sinn er ég fékk heimfararleyfi um helgi, bar ég mál þetta
upp við móður mína. Þótt ég hefði aðeins að litlu leyti notið
umsjár hennar undanfarin ár, bar ég jafnmikla virðingu fyrir
orðum hennar og vilja eins og áður. Er til hennar kasta kom um
samþykki til ferðarinnar, lét hún mig sjálfráðan. Efalaust hefir
henni ekki fundizt þessi framtíðarbraut mín sérlega aðlaðandi.
Og ógeðfellt var það fyrir hana að hugsa til þess, að ég ætti eftir að
hverfa svo langt burtu frá henni. Sjálf hafði hún engin kynni haft
af Islandi, hvorki landi né þjóð. En hún þekkti hjón, sem áttu
112