Strandapósturinn - 01.06.1990, Blaðsíða 118
honum að heyra, að hann hugsaði sér að gefast upp við þá ferð.
Spurði skipstjóri hann í hvaða átt Gjögur myndi vera. Komumað-
ur bendir þá í þá átt, sem hann ætlar að halda.
„Þú verður lengi á leiðinni að Gjögri,“ segir skipstjóri, „ef þú
ferð í þá átt.“ Hafði komumaður bent til hafs. Hugsar hann sig nú .
um drykklanga stund og segir síðan: „Það er skýjafar og mun því
brátt sjá til sólar. Þá get ég vitað hina réttu stefnu." Maður þessi
hét Björn og var venjulega nefndur Björn „daskari". Nielsen
skipstjóri vildi, að Björn hætti við ferð sína og kæmi með okkur
inn í Hrútaijörð, en ekki var við það komandi. Er Björn hafði
matazt, fór hann aftur í bát sinn og hélt sína leið. Einkennilegur
þótti mér þessi íslendingur í ísnum á Húnaflóa. Af háttalagi hans
fannst mér mega ráða, að landsmenn væru djarfir en einrænir
nokkuð.
Síðan frétti ég, að Björn hefði komizt heilu og höldnu leiðar
sinnar að Gjögri. Hann átti á þessum árum heirna í Miðfirði eða á
Vatnsnesi. Hafði hann að atvinnu að fara verzlunarferðir úr
heimahögum sínum til Stranda, tók með sér ýmsar landbúnaðar-
afurðir að heiman, srnjör, hangikjöt og vaðmál, en fékk sjófang í ►
staðinn, aska og önnur ílát, er Strandamenn höfðu til sölu, og var
það heimilisiðnaður þeirra. Alltaf var hann einn í þessum ferðum.
Um miðjan dag hinn 5. júní, þjóðhátíðardag Dana, kom „Júnó“
inn á Borðeyrarhöfn, eftir 37 daga ferð. Er skipið var lagzt við
festar, fór ég að líta í kringum mig, því að nú var ég loksins
kominn á ákvörðunarstaðinn, þar sem ég átti að dvelja næstu
fímm ár.
Loftið var skýjað, svo að ekki sá ti'l sólar. Fjallabjart var þó og
kyrrt veður. Þótti mér staðurinn strax aðlaðandi og hugði ég gott
eitt til veru minnar þar, þrátt fyrir ísinn og kuldann, er af honum
lagði.
Aðkoman til landsins var vissulega kuldaleg þetta ísavor. En ég
fann ekki til þess. Æskufjör rnitt og allt hið nýstárlega, sem fyrir
augun bar, bægði áhrifum kuldans á brott.
Byggðin á Borðeyri var ekki önnur en verzlunarhús og íbúðar-
hús Clausens-verzlunar og gamall torfbær, sem fylgdi þeirri eign.
116