Strandapósturinn - 01.06.1990, Side 119
Grunnur hafði verið hlaðinn um vorið undir húsið, sem Valde-
mar Bryde ædaði að láta reisa.
Nú hófst mikið annríki hjá okkur komumönnum á „Júnó.“
Þurfti að gera margt í senn. I skipinu var allmikið af tilhöggnum
viði í verzlunarhúsið, en jafnframt venjulegar vörur fyrir vor-
kauptíðina. Þurftum við sem fyrst að koma okkur þannig fyrir í
skipinu, að unnt væri að hefja þar verzlun.
Fyrst var rýmt til með því að korna húsaviðnum í land. I miðlest
skipsins var síðan útbúin afgreiðslubúð, eins og venja var í „spek-
ulantsskipum". Þar voru settar upp hillur fyrir kramvörur og
ýmsa smávöru og gert búðarborð fyrir afgreiðsluna. I aftari lest-
mni var kornvaran, og var hún afhent þaðan. En rýmt var til í
framlestinni, svo að þar mætti koma fyrir ullinni, er bændur lögðu
inn.
Æði þröngt var í skipinu, eftir að gengið hafði verið þannig frá,
að hægt væri að hefja þar verzlun. Við þurftum eftir sem áður að
hafa þær bækistöð, því að ekkert húsnæði var handa okkur í landi.
En þeir sem hér áttu í hlut voru því vanir að gera ekki rniklar
kröfur til lífsþæginda, þegar því var að skipta. Enda var okkur
ekki vandara urn en öðrum, sem þá ráku verzlun í hinum litlu
vöruflutningaskipum. Einn starfsmann fengum við til viðbótar í
skipið. Það var Theodór Ólafsson frá Melstað. Hann var fjörugur
°g skemmtilegur ungur maður og drengur hinn bezti.
Verkaskipting við verzlunina í „Júnó“ var þannig: Theodór
Olafsson var bókari. Nielsen stýrimaður annaðist afhendingu á
þungavöru, kornmat og þessháttar, og tók á móti ullinni. Ég var
búðarmaður í miðlestinni. Sveinn Guðmundsson hafði að sjálf-
sögðu urnsjón með öllu og samdi við viðskiptamennina, og þeir
Bryde báðir, eftir að hann kom. Hann kom til Borðeyrar nokkru á
eftir okkur. Hafði hann farið með póstskipi til Reykjavíkur og
landveg þaðan til Borðeyrar.
Undir eins og við vorum komnir inn á Borðeyrarhöfn, fóru
viðskiptamenn að gera vart við sig. Héraðsmönnum hafði fallið
vel að skipta við Bryde undanfarin sumur, enda töldu þeir sér
hagkvæmt, að kaupmennirnir á staðnum væru fleiri en einn.
„Júnó“ lá urn hundrað faðma frá landi. Annaðist ferjumaður
117