Strandapósturinn - 01.06.1990, Side 121
gerði til lífsins, með því að athuga hvað það keypti til heimila
sinna.
Lítið atvik færði mér sérstaklega heim sanninn um, að ég yrði að
leggja mikla áherzlu á að skilja íslenzkuna sem fyrst. Theodór
starfsbróðir minn átti það til að vera glettinn. Tómas bóndi og
timburmaður í Guðlaugsvík vann við húsasmíðina, vanur smiður.
Hann gisti í „Júnó“, rneðan ekkert húsnæði var í landi. Einu sinni
sem oftar var Tórnas uppi á þilfari, eftir að vinnutíma hans var
lokið. Kallaði Theodór til nrín og bað mig með miklum sakleysis-
svip fyrir skilaboð til Tómasar. Voru þau á þessa leið: „Farðu
bölvaður, skrattinn þinn!“ Ég lærði orðin utan að, án þess að gera
mér nokkra grein fyrir því, hvað þau þýddu. Er ég hafði þulið
„skilaboð“ þessi fyrir Tómasi, gerði hann sér lítið fyrir, sneri sér
snarlega að mér og rak mér rokna löðrung. Ég setti mér nú að
brenna mig ekki á sanra soðinu aftur. Ráðið til þess var fyrst og
fremst að reyna að tala við fólkið, sem konr til að verzla og ég
afgreiddi. Viðskiptavinirnir fundu hina einlægu viðleitni mína til
að læra íslenzkuna sem fyrst. Þetta mun hafa átt sinn þátt í því, að
fólkið var alúðlegt við mig og nrér þægilegt í alla staði. Ég fór að
spyrja bændur, er komu til að verzla, lrvaðan þeir kæmu, hvað
þeir hétu, hve lengi þeir væru á leiðinni heiman að frá sér í
kaupstaðinn, hve margt fé þeir ættu, hve nrarga hesta og naut-
gripi. Þegar samtalið var byrjað, fékk ég tækifæri til að spyrja þá,
hvað ýmsir hlutir hétu á íslenzku. Lærði ég þá um leið, hvernig
komið var orðunr að hinu og þessu í daglegu tali.
Smátt og smátt fór mér fram í íslenzkunni, samtímis því sem ég
vann mín daglegu störf. Mér er enn í fersku nrinni hvaða vísu ég
lærði fyrst á íslenzku. Lærði ég hana á siglingu á Hrútafirði,
nokkru eftir að ég konr til Borðeyrar. Hún er þessi:
„Siglafleyi sæinn blá,
söðla teygja Ijónin,
ungra meyja ástum ná,
aldrei deyja kysi ég þá.“
Annarri siglingasögu verð ég að segja frá. Við vorum nokkrir
119