Strandapósturinn - 01.06.1990, Page 122
jafnaldrar á leið yfir fjörðinn, og sat ég fremst í bátnum. Segir þá
einn þeirra við sessunaut sinn, að nú muni þeirn vel farnast, því nú
hafi þeir Þór í stafni. Ég skildi, hvað þeim fór á milli, og lagði strax
orð í belg. Man ég, að samferðamenn mínir áttu ekki von á því, að
ég hefði á svo skömmum tíma lært nóg í íslenzku til þess að skilja,
hvað menn töluðu álengdar sín á rnilli.
Vörurnar, sem voru í „Júnó“ ásamt húsaviðnum, hefðu fljótt
gengið til þurrðar, ef ekki hefði komið viðbót. En nokkrum dög-
um á eftir okkur komu tvö skip til Borðeyrar með vörur handa
Bryde, skonnortan „Annette“, sem var 120 tonn, og einmöstruð
„jagt“, sem var 60 tonn og hét „Annine“. Skipstjóri á „Annine“ átti
að fara með aðalútflutningsvörur vorkauptíðarinnar frá Bryde á
Borðeyri.
Meðan þessi þrjú skip verzlunarinnar voru á legunni, kom
Jórða skipið með vörur til Clausensverzlunar. Það þóttu mikil
tíðindi, er fjögur skip voru í einu á Borðeyrarhöfn. Bryde þurfti
að fá meiri vörur á þessu vori en undanfarin sumur, vegna þess að
nú var hann að heþ'a fasta verzlun í landi.
Öðru máli var að gegna, þegar menn verzluðu aðeins í spekul-
antsskipunum. Þau urðu að ljúka öllum viðskiptum á hverjum
stað sem fyrst. Þá var reynt að selja birgðirnar upp á sem skemmst-
um tíma, því að það sem ekki seldist í kauptíðinni urðu kaupmenn
að sigla með heirn aftur eða koma því í geymslu einhversstaðar í
landi til næsta sumars.
Er 5 vikur voru liðnar frá því að „Júnó“ kom til Borðeyrar, var
vorkauptíð lokið. Var þá allur söluvarningurinn, sem eftir var í
„Júnó“, fluttur í land, og skipið búið sem fyrst til ferðar, því að það
þurfti að koma aftur til Borðeyrar með vörurnar, sem verzlunin
þurfti til viðbótar við haustverzlunina, ásamt vetrarforða verzlun-
arinnar.
Vegna þess að húsaviðurinn, sem við komum með, var tilhögg-
inn, svo og gluggar og hurðir o.fl. tilbúið, gekk húsasmíðin greið-
lega. Nokkru áður en „Júnó“ fór, var byggingunni svo langt
komið, að risgjöld voru haldin. Voru langbönd fest á sperrurnar,
svo að rúmgóður veizlusalur var þar á loftinu. Bryde kaupmaður
hélt mikla veizlu við þetta tækifæri. Er sennilegt, að hann hafi
120