Strandapósturinn - 01.06.1990, Side 125
ur í framgöngu, lipur í viðskiptum og í alla staði vel til þess fallinn
að laða að sér viðskiptamenn, enda hafði hann ekki lengi haft
verzlunarstjórn á hendi á Borðeyri, er viðskiptavinir Brydesverzl-
unar þar komust á annað þúsund.
Sveinn frá Búðum var þjóðkunnur maður. Faðir hans, Guð-
mundur Guðmundsson, hafði um skeið átt Búðaverzlun, en selt
hana H. A. Clausen etatsráði. Guðmundur drukknaði á leið til
Danmerkur haustið 1837. Tengdasonur hans, Árni Sandholt, tók
við verzlunarstjórn, en síðar Sveinn. Um skeið átti Sveinn Búða-
verzlun og rak þá samtímis mikla útgerð. Gerði hann út 10 há-
karlaskip, þegar mest var, sum opin, en önnur þilskip. Lýsi seldi
hann til Kaupmannahafnar, en þá var lýsi m.a. notað til þess að
lýsa upp götur borgarinnar.
Þegar borgarstjórn Kaupmannahafnar setti steinolíulampa á
göturnar í staðinn fyrir grútarlampana, féll lýsið mjög í verði. Var
það mikill hnekkir fyrir útgerð Sveins á Búðurn, sem og annarra,
er stunduðu hákarlaveiðar. Varð þetta áfall m.a. til þess, að
Sveinn seldi H. A. Clausen Búðaverzlun, en var um tírna verzlun-
arstjóri þar. Fluttist hann þaðan alfarinn þegar hann réðist í
þjónustu Valdemars Brydes.
Sveinn hafði orðið fyrir mjög miklu áfalli, þegar þilskipið
„Skrauti“, sem hann átti, fórst með allri áhöfn hinn 20. marz 1864.
„Skrauti“ var þá á leið til Reykjavíkur að sækja þangað matvöru.
Skipstjóri var Jón Bergsson, þaulvanur sægarpur, en alls voru
þeir 7 á skipinu. Meðal þeirra var Halldór Sæmundsson, faðir
Sæmundar Halldórssonar, síðar kaupmanns í Stykkishólmi, ung-
ur maður og efnilegur.
Sagt var, að Sveinn hafi sent með skipinu mikla ljárfúlgu, 30
þúsund dali, er hann missti þannig. Sveinn kvongaðist, er hann
var um fertugt. Kona hans var Kristín Siemsen, dóttir Edvards
Siemsens kaupmanns í Reykjavík. Var hún talin hinn rnesti kven-
kostur, enda orti Kristján Fjallaskáld um kvonfang Sveins hina
alkunnu vísu:
„Sveinn á Búðum fái fjúk,
fékk hann hana Stínu.
123