Strandapósturinn - 01.06.2000, Page 23
Gamalt bátaspil á Gjögri. Ljósmynd: Jóna Ingibjörg Bjarnadóttir.
Einu prentuðu heimildir um Hönnu, sem ég hef haft upp á,
eru í bókinni Farmaður í friði og stríði, sjóferðaminningum Olafs
Tómassonar stýrimanns sem Jóhannes Helgi skráði og Skuggsjá
gaf út 1976. Þar segir svo frá viðskiptum Guðmundar og Sigurð-
ar Péturssonar, skipsjóra á Gullfossi (bls. 151-152):
Einu sinni vorum við að sigla í þræsing inn jlóann, vorum djúpt út af
Akranesi. Og þá sjáum við úr brúnni hvar trillu flatrekur með einn mann
undan veðrinu. Við gerum lykkju á leið okkar, siglum að trillunni og stöðv-
um skipið. Við bárum strax kennsl á manninn, þar var á ferð Guðmundur
Helgastaða, faðir Kristmanns skálds. Guðmundur var skytta góð og sjósókn-
ari, sótti oft djúpt á trillu sinni. Sigurður spurði hvort nokkuð vœri að, bauð
aðstoð.
Guðmundur þakkaði gott boð, bað skipstjóra þá að rétta sér enda og taka
skipið í tog. Sigurður kvað nú viðurhlutaminna að setja út bómu og kippa
bát og manni upp á lúgu. Gullfoss gœti þá haldið för sinni áfram á fullri
ferð, ekki færri en hundrað farþegar væru um borð og orðnir nokkuð óþreyju-
futtir sumir.
Guðmundi Helgastaða lá hátt rómur þegar hann afþakkaði, kvaðst þá
mundu bjarga sér sjálfur, ef ekki væri hægt að draga skip sitt að landi.
Nú hefði margur skipstjórinn - og ekki þurft skipstjóra á flaggskipi þjóð-
ar til - sagt far vel og haldið sínu striki, talið sig lausan mála. Að minnsta
21