Strandapósturinn - 01.06.2000, Side 25
fæddi hinn 23. október 1901 son sem skírður var Kristnrann, síð-
ar rithöfundur.
Af þessu má ráða að Hanna hafi verið smíðuð fyrir aldamót,
1899 eða fyrr. Faðir minn taldi að Hanna hefði verið smíðuð í
Noregi um eða fyrir síðustu aldamót. Hugmyndir þeirra afkom-
enda Guðmundar, sem ég hef talað við, eru mjög á sama veg og
pabba en ekki hefur tekist að afla neinna skriflegra sönnunar-
gagna um aldur Hönnu. Afram er þó unnið í málinu af minni
hálfu og er öll aðstoð við það mál þegin með þökkum. Þá má
geta þess að sumarið 1999 gerði Þorsteinn Jónsson, kvikmynda-
gerðarmaður heimildamynd um trilluna Hönnu þar sem mann-
líf og menning í Arneshreppi kenrur við sögu og heitir myndin
„Hanna frá Gjögri“.
Karlshöfn, Gjögri
Eg tel að pabbi hafi byrjað að gera lendingu í stórgrýtis urð,
fyrir innan Broddanes-búðatanga, veturinn 1949. Á einstökum
uppdrætti sem fræðimaðurinn, Níels Jónsson á Grænhól, gerði
af Gjögri 1913 má nokkuð átta sig á hvernig þarna var umhorfs.
Þetta þótti þá ekki lítið í lagt eða líkt og Bjarni Thorarensen orti
eftir Sæmund Hólm Magnússon, dáinn 1821:
Að hann batt eigi
bagga sína
sömu hnútum
og samferðamenn.
Stærstu steinarnir voru tugir tonna. Hjálpartæki voru járn-
karl, sprengiefni, (dínamít) og tunnur og belgir til að fleyta
grjótinu. Pabbi boraði göt í steinana með hamri og meitli og
hlóð svo með dínamítinu. Hugvit, \ilji, dugnaður og þrautseigla
gerðu honum furðu íljótt kleift að hafa þarna trillu sína, Pól-
stjörnuna, og haustið 1953 man ég eftir að Jóhann Andrésson á
Gíslabala var þarna einnig með bát sinn. Það kom í minn hlut á
þessum árum að aðstoða föður nrinn. Fyrst var aðalstarf mitt að
23