Strandapósturinn - 01.06.2000, Qupperneq 28
Mér finnst að pabbi hafi sýnt mikla framsýni, bæði með því að
gera Hönnu upp og gera lendingu þar sem nú er Karlshöfn.
Hann lagði metnað sinn í að Hönnu væri á allan hátt sem mest-
ur sómi sýndur. Fljótlega eftir að pabbi fluttist til Eskifjarðar fékk
hann Hönnu senda þangað og þar var hún í nokkur ár og m.a.
gert út á rauðmaga og grásleppu. Hrognin voru lögð inn hjá
Þórlindi Magnússyni, kunnum allaskipstjóra á Eskifirði. Þegar
pabbi fór að dvelja lengur á Gjögri á sumrin byggði hann þar
sjávarhús 1978, til að hýsa bátana sína, við Karlshöfn og flutti svo
Hönnu aftur á Gjögur. Þar áttu þeir heinra, maður og bátur.
Aldraður, nrjög þrotinn að kröftum og heilsu, lagði pabbi á sig
mikla vinnu til að fá á bátinn haffærisskírteini en það var for-
senda þess að fá krókaleyfi á Hönnu. Þarna sannaðist sem oftar
að viljinn er allt sem þarf.
Eftir að pabbi dó, í febrúar 1996, tók við óvissa um hvað yrði
gert við Hönnu. Við erum fjögur systkinin og náðum ekki sam-
stöðu um málið. Einn vildi halda áfram varðveislu og útgerð báts-
ins, líkt og verið hafði, en annar setja bátinn í naust og fá plast-
bát senr þyrfti minna viðhald. Ekkert var gert til viðhalds bátsins
árin 1995 og 1996. Hanna var síðast gerð út sumarið 1994 og
hafði til þess tíma verið yflrfarin nær árlega, skröpuð og máluð
áður en hún var sjósett á sumrin. Það var svo á útmánuðum 1997
að mig dreymdi að við pabbi værum upp í Hönnu í sjávarhúsinu
á Gjögri og pabbi sagði við mig, hlýlega og biðjandi: „Hilli minn,
það er dapurt að sjá Hönnu drabbast svona niður, það þyrfti nú
endilega að sýna Hönnu okkar þann sóma sem hún á skilið.“ Svo
nefndi hann það sem lengi hafði staðið til að gera, þ.e. skipta
þyrfti um borð og bönd í bátnum og einnig frá nýrri hugmynd
sinni um að hækka hvalbakinn/lúkarinn um eitt eða tvö borð.
Eg hafði fullan skilning á þessum boðum pabba og vanur að
verða við því sem hann bað mig um, enda var hann aldrei að
biðja um neitt sem hann gat komið við að gera sjálfur.
Fyrir mig er þessi draumur merkilegur. Því fórum við Eiríkur
Eiríksson, vinur minn og skólabróðir, fljúgandi norður á Gjögur
í lok rnars 1997 og dvöldum í nokkra daga í góðu yfirlæti hjá
frænda mínum og vini, Adolf Thorarensen. Þótt hríðarbylur
væri flesta dagana þá náðum við að skrapa, menja og mála bát-
26