Strandapósturinn - 01.06.2000, Síða 30
dvaldist á stofnunum fyrir sunnan þetta sumar vegna veikinda.
Oll þau ár sem pabbi fór á Gjögur til sumardvalar fór hann á bíl
sínum, Volvo Duett árgerð 1963, sem hann keypti nýjan. Þegar
ég fyrir um 20 árum spurði pabba hvort hann ætlaði ekki að fara
að fá sér nýjan bíl þá svaraði hann ákveðinn að bragði: „Nei,
þessi bíll mun duga mér.“ Þetta gekk eftir. Þarna var orðið mjög
af pabba dregið og hélt hann sér rnest við rúmið, las mikið og
naut samveru við aðra á staðnum og gaf sér betri tíma en áður
til að spjalla og spila við gesti. Sérstaklega er mér eftirminnilegt
hið einstaklega góða samband hans við Jóhönnu og Jakob, börn
Valdimars og Axels Thorarensen föðurbræðra minna. Þar hef ég
séð mannleg samskipti rísa hæst í trausti, gagnkvæmri virðingu
og kærleika.
Síðasta sjóferð pabba var með okkur Inga syni mínum hinn 19.
júlí þetta sumar. Fengum 7 þorska yfir 50 cm. „Þetta var þreyt-
andi sarg,“ segir í dagbók minni. Við unnum nokkuð í Karlshöfn
þetta sumar og þann 27. ágúst steyptum við úr 7 pk. af sementi
við gerð viðlegukants. Jakob hjálpaði okkur jrarna vel eins og svo
oft áður og þegar við þökkuðum honum fyrir þá var þetta ekkert
að þakka, hann sagðist „bara hafa gaman að þessu“!, eins og seg-
ir í dagbók minni. Hinn 2. september fór pabbi einn til berja inn
í Reykjarfjörð. Rigning kom í veg fyrir að hann dveldi þar nema
stutt en hann kom þó heim með 2 lítra af krækibeijum. Að ósk
pabba fórum við þann 5. september og tíndum talsvert af kræki-
beijum og 3 lítra af aðalblábeijum. Þarna bar þó hugurinn heils-
una ofurliði og þegar mamma lagði að honum að fljúga frekar
en að fara með mér á bílnum, féllst hann á það og flaug suður
hinn 8. september og lauk þar með langri viðveru pabba á
Gjögri. Hann bar sterkar taugar til sveitar sinnar, Arneshrepps og
Strandasýslu. Þar má segja að rætur hans hafi legið.
„Vinnan göfgar manninn“ og „ég er ekki vanur að hafa mat-
inn fyrir minn Guð“, heyrði ég pabba segja. Það má líka segja að
eftir þessu hafi hann lifað, meðan stætt var, og því til staðfesting-
ar hef ég hér vitnað í dagbók mína frá þessu síðasta sumri okk-
ar pabba á Gjögri.
Reykjavík, á aðventu 1999.
28