Strandapósturinn - 01.06.2000, Page 32
fræðslunefndarmanna 9 aðrir búendur hreppsins. í fundarboðinu
hafði fræðslunefndin getið þess, að engar framkvæmdir hefðu getað
orðið í fræðslumálum hreppsins, en nú mætti ekki lengur dragast að
gjöra eitthvað í þá átt, og var því fyrir tekið á fundinum:
1. Rædd fræðslumálin yfirleitt og í sambandi við það, hvaða aðferð
hreppsbúar álitu helst tiltækilega til þess að fá almenna fræðslu fyrir
ungmenni hreppsins, og sem gæti fullnægt ákvæðum fræðslulag-
anna. Allir voru sammála um það, að ekki yrði mögulegt að koma
upp einum föstum skóla, og að það eina væri framkvæmanlegt í bráð,
að fá 2-3 bæi, sem haldinn væri farskóli í 2 mánuði á hverjum, ef 3
heimili fengjust, er allir töldu æskilegast. Var stungið upp á einum
bænum í Staðardal, öðrum um miðsveitina og þeim þriðja utarlega í
sveitinni. Sérstaklega var talað um: Hóla, Os og Víði(r)dalsá, en svo
kom einnig til tals um Geirnrundarstaði, og bóndinn þar lét í ljósi, að
hann væri ekki ófáanlegur til þessa. Gunnlaugur bóndi á Osi lofaði
að reyna að sjá fyrir stað hjá sér, og voru allir því samþykkir. Frá Víð-
irdalsá var enginn mættur, og var því ekki unnt að fastákveða stað
þar. Svo var samþykkt að þiggja boð Sigurðar á Geirmundarstöðum,
með að hafa einn kennslustaðinn þar. Fræðslunefndinni var svo falið
að útvega stað á Víðirdalsá eða þar nálægt. Fundurinn lét í ljósi, að
heppilegast væri, að kennslan yrði aðeins í einn mánuð í senn á
hverjum stað, svo sem minnstur ágreiningur yrði um kennslutímann
frá hálfu þeirra, sem börnin eiga.
2. Rætt um kennara, og var fræðslunefnd falið að ráða kennara
sem fyrst og hann svo fullkominn, að búast mætti við svo fullkominni
kennslu af, sem lögin tiltaka, og útheimtist til þess að geta fengið
styrk úr landssjóði.
3. Fundurinn fól fræðslunefndinni að útvega hin lögákveðnu
kennsluáhöld fyrir hreppinn og að krefjast þess fjár úr hreppssjóði,
sem til þess útheimtist.
4. Fræðslunefndin ákveður að halda fund með sér til þess að ræða
kennslumálefnin nánar og gera áætlun um kostnaðinn og fleira.
Fleira var svo ekki fyrir tekið og því fundi slitið.
D.u.s.
Guðjón Guðlaugsson (ritaði fundargerðina)
Magnús Steingrímsson Gunnlaugur Magnússon
Þegar þessari fundargerð sleppir, er varla aukatekið orð að
finna (í bókinni) um framhald málsins. Næsti fundur, sem bók-
30