Strandapósturinn - 01.06.2000, Blaðsíða 34
fundargerðir, sem ættu að geta málsatvika, en sleppir sjálfshól-
inu, sem skiljanlegt er.
Nemendur þetta fyrsta skólaár (1910-1911) voru þessir
(Heimildarmaður: Jóhann Hjaltason):
Guðmundur Guðjónsson (Guðlaugssonar), Hólmavík
Stefanía Jónsdóttir, Hrófá
Hjálmar Halldórsson, Skeljavík
Guðrún Júlíusdóttir, Vatnshorni
Magnús Júlíusson, Vatnshorni
Jóhann Hjaltason, Kálfanesi
Guðmundur Sigurðsson, Geirmundarstöðum
Magnús Hansson, Hrófbergi
Pétur Hansson, Hróíbergi
Borghildur Benediktsdóttir, Smáhömrum
Helga Frímannsdóttir, Hólmavík
Eftir þennan vetur hverfur Kristinn til síns heima í Hrísey, og
mun hafa stundað sjó þaðan um sinn.
Til þessa fasta skólahalds, hins fyrsta í hreppnum, veitir
hreppsjóður kr. 474.-, og er það fyrsta fjárveiting til mennta-
mála, sem hreppsreikningar sýna (frá 1902 a.m.k.). Hin góðu
leigukjör á kennslustofu Guðjóns, sem Jóhann Hjaltason getur
um, voru orð að sönnu, því að húsaleiguna yfir veturinn verð-
leggur hann á 20 krónur og borgar hana úr eigin vasa og raun-
ar einnig annan kostnaðarlið nokkru hærri. Engu fé var varið til
fræðslumála skólaárið 1911-12, og svo er að sjá, að farskólafyrir-
komulagið fyrstu árin hafi ekki haft í för með sér útgjöld fyrir
hreppinn.
1911-12-13. Þann 9. okt. 1911, heldur skólanefndin fund.
Þar segir, að flestir húsráðendur auk fræðslunefndarinnar hafi
sótt fundinn, „alls 12 menn með almennum atkvæðisrétti.“ Frá
því er skýrt, að Sigurður Finnsson á Kjörseyri gefi kost á sér til
kennslustarfa fyrir kr. 24 í kaup á mánuði. Rætt var um kennslu-
staði og skýrt frá því, að kostur væri gefinn á sama kennsluhúsi
á Hólmavík, sem næstliðinn vetur, og einnig fékkst vilyrði fýrir
töku fjögurra barna, en þar sem þetta var ófullnægjandi og eng-
in kostur á meira (að koma fleiri börnum fyrir, O.B.) „þá var úti
um Hólmavík sem kennslustað.“ Þegar hér er komið í fundargerð-