Strandapósturinn - 01.06.2000, Side 35
inni, sem Guðjón Guðlaugsson hafði skrifað, skiptir allt í einu
um rithönd, og Gunnlaugur á Osi tekur við. Bágt er að vita,
hvernig í þessu liggur nákvæmlega, en ekki verður betur séð en
bitur vonbrigði Guðjóns skíni út úr gulnuðum síðum fundabók-
arinnar og engu líkara en hann hafi grýtt frá sér pennastönginni
í bræði. Eitt er víst, að þetta voru einhver síðustu afskipti hans af
fræðslumálum hreppsins. Ekki þarf mikið hugarflug til að
ímynda sér, að Guðjóni hafi þótt sér misboðið, með tómlæti
sveitunganna, sem höfnuðu boði hans um afnot af skólahúsinu,
og áframhaldandi forystu hans í fræðslumálunum. Hann hafði
árið áður m.a. ráðið kennarann, Kristinn Benediktsson, og haft
hann í fæði að hluta um veturinn.
En Gunnlaugur lýkur fundargerðinni, og má segja að línur
þær, sem í hans hlut kom að skrá, væru litlu ánægjulegri:
Þá reyndi fræðslunefndin að útvega 2 eða 3 staði í hreppnum fyr-
ir kennarann og börn, sem á fræðsluskeiði eru, og treystist enginn af
þeim, er á fundinn mættu að gefa kost á því. Fræðslunefndin lýsti því
þá yfir, að hún myndi hreyfa þessu rnáli á hausthreppskilum, sem inn-
an skamms yrðu haldin á Hrófbergi, ef ske kynni, að einhveijir sæju
einhver ráð til að taka að sér að veita húsnæði og fæði fyrir börnin og
kennarann á þeim tíma, er menn hefðu hugsað mál þetta betur á
heimilum sínum.
Formaður fræðslunefndarinnar (Guðjón) kvað þá úti um það, að
framangreindur kennari fengist, þar sem enginn staður hefði fengist
á þessum fundi.
Fundi slitið,
d.u.s.
Guðjón Guðlaugsson Gunnlaugur Magnússon
Magnús Steingrímsson
Tæplega er hægt að túlka þessar umræður, vonleysisblæinn
og málalokin á annan veg en kostnaðinum við skólahaldið
1910-11 hafi verið um að kenna, varla einhverri illri reynslu
annarri, víst er að frammistaða Kristins, kennarans, átti engan
hlut að máli, nema síður væri.
Eftir að frásögnin af þessum fundi var fest á blað, kom í leit-
irnar sendibréf frá Guðjóni Guðlaugssyni dags. 4. desember
1911, tæpum 2 mánuðum eftir fundinn. Bréfið stílar hann til
33