Strandapósturinn - 01.06.2000, Qupperneq 36
vinar, en nafngreinir hann ekki. Ýmislegt bendir til, að bréfið sé
tiljóns Þórarinssonar, fræðslumálastjóra. Bréf þetta snýst að tals-
verðu leyti um fyrrnefndan skólanefndarfund, og lægi því beint
við að endursemja pistilinn um fundinn. Annar kostur er að
tefla bréfmu fram gegn fundargerðinni, og sjá málið frá tveim-
ur hliðum, og er sá kostur valinn. Guðjón er ekki búinn að jafna
sig til fulls. Hann skrifar:
Fræðslumálin, þau eru í blóma hér, einkum í Hrófbergshreppi, og
er það ekki undarlegt, þar sem hér er nálega einvalalið af ísl. Sjálf-
stæðis og framfaramönnum sbr. Þjóðv.1
Þú komst hér í sumar, er ég þakka þér fyrir, og sást með eigin aug-
um, hvernig byrjað var í fyrra haust, og skjölin sýndu þér frammistöð-
una.
Nú í sumar boðaði ég til fundar og var þá búinn að fá lofun á all-
áliúegum kennara með 6 kr. kaupi á viku. Svo bauð ég húsið með
ofni og lampa Íeigulaust, og að taka 2 börn, auk þess sem ég á, en
meirihluti fræðslunefndar og allir hreppsbúar voru svo innilega sam-
mála um það, að gjöra alls ekkert. Kennarinn þótti of dýr, þeir
þekktu hann ekki (var þó úr sýslunni, sonur Finns á Kjörseyri) og
aðalatriðið var, að allir afsögðu að ljá lið til nokkurs hlutar, nema
kona Jóns Finnssonar vildi taka 2 börn, en líklega enginn (að) nota
það, og kennarann var enginn fáanlegur til að taka, ekki einu sinni
að nokkru eins og í fyrra. Nú getur þú séð, hver gimsteinn þessi Hróf-
bergshreppur er í tilliti til fræðslumála. Aplakálfur einn í strákslíki, er
ekki getur unnið sér brauð, kvað eiga að segja til börnum á 2-3 bæj-
um. Hjá báðum fræðslunefndarmönnunum og einum bónda til, sem
ég tók barn af í fýrra (í ofanálag á annað) fyrir ekkert. En hann kvað
vera hjartanlega ánægður með 2-3 kr. á viku, og ætíar að kenna sjálf-
stæðispólitík frítt í kaupbæti. Annars er Strandasýsla aftur úr öllum í
þessu efni, eins og reyndar með fleira nú orðið. Svo ég get hvergi
komið niður drengnum mínum, þar sem mér líkar, svo veturinn
verður að falla úr, og er þó slæmt.
Svona er nú þetta, og er það merki þess, að harðara verður að taka
í taumana, ef duga skal, eða þá breyta eitthvað til.
Það er hart að vera þvingaður í fræðslunefnd og svo tekin af
manni öll ráð, eða allt gert ómögulegt til framkvæmda ...
Heilsufar bærilegt nema á sönsum sumra sjálfstæðismanna, en þó
1 Blað Skúla Thoroddsen á ísafirði.
34