Strandapósturinn - 01.06.2000, Side 41
Magnús Pétursson á Hólmavík, Páll Gíslason á Víðidalsá, Gunn-
laugur Magnússon, bóndi á Osi og Magnús Lýðsson, bóndi í
Kálfanesi.“ Nú er komið að fundarlokum, og sýnist skólabygg-
ingarmálið sæmilega reifað orðið, en áður en fundi er slitið, er
kosin fjáröflunarnefnd, og í hana veljast flestar eða allar helstu
atkvæðakonur hreppsins.
I tombólunefnd voru kosnar: Guðný Oddsdóttir, Þorbjörg Sig-
hvatsdóttir, Agústa Einarsdótdr, Þorsteinsína Brynjólfsdóttir, Marta
Magnúsdótdr, Kolfinna Jónsdóttir og Jakobína Thorarensen. A
tombólunefndin heimting á aðstoð byggingarnefndar, ef henni þykir
þörf dl.
Ekki verður annað sagt, en hér hafi verið alltryggilega búið
um hnútana, enda reis skólinn af grunni strax næsta sumar
(1913). Yfirsmiður var Jón Guðmundsson í Tungugröf, sá er
byggt hafði Steinhúsið fýrir Guðjón Brynjólfsson, kaupmann.
Með skólahúsinu gcrbreyttist aðstaða Hólmvíkinga til samkomu-
og fundarhalda. Aður munu fundir hafa verið haldnir í húsa-
kynnum kaupfélagsins. Það sést m.a. af fundarsamþykkt (21/2.
1913) um að borga alþ.m. Guðjóni Guðlaugssyni fyrir húslán til
fundarhalda á yfirstandandi fardagaári kr. 15. An efa voru þess-
ir fundir haldnir í skólastofunni (frá 1910-11), sem í daglegu
tali nefndist „Skemman“. Og það var ýmislegt fleira, sem þar átti
sér stað, svo sem einhveijar fyrstu leiksýningarnar. Eitt sinn var
þar haldið matreiðslunámskeið fyrir konur staðarins. Að því
loknu héldu konurnar skemmtun. Meðal skemmtiatriða var
frumsamið kvæði í tilefni námskeiðsins, eftir einn nemandanna,
Agústu Einarsdóttur. Kvæðið er undir laginu: Komdu og skoð-
aðu í kistuna mína. Þar er þetta erindi:
í Skemmunni kvað vera kryddað og soðið
krem er þar lagað og búðingafjöld.
Þangað er ílestöllu fólkinu boðið,
í fínustu rétti á þessari öld.
Æ, þá kemur vatnið í munninn á mér,
um matinn og stúlkurnar hugsa ég fer.
Tra, la, la, la ...
39