Strandapósturinn - 01.06.2000, Side 42
Ekki er fyrr búið að ákveða húsbygginguna, en Hólmvíkingar
reyna að fá næsta sýslufund til sín, þeir skora á sýslunefndar-
mann sinn að „berjast kröftuglega“ fyrir því. Ari seinna, þegar
skólinn er risinn, er haldinn almennur hreppsfundur á Hólma-
vík, 24. febr. 1914. Þar er tekið fýrir að ræða ósk margra íbúa
Hrófbergshrepps, að þingstaður hreppsins yrði fluttur frá Hróf-
bergi að Hólmavík. Til þess er tekið í þessari fundargerð, að fá-
mennt sé á fundinum. Tuttugu greiddu þó atkvæði með málinu,
aðeins einn sat hjá. Þar með var Hólmavík orðin þingstaður
hreppsins og skólinn þinghúsið. Um sama leyti verður hann
einnig leikhús byggðarlagsins. „Leikið var í þinghúsinu, sem var
stórt timburhús (er raunar steinhús, en alþiljað innan með
panel. Innskot O.B.). Þar voru böllin líka haldin," segir í endur-
minningum Guðmundar frá Selbekk. I hans augum hefur skól-
inn fyrst og fremst verið þinghús. Má sú hafa verið skoðun fólks
framan af, skólastarf var þá sem kunnugt er nýtt af nálinni og
fremur losaralegt, en þingstörf mönnum tamari.
1913-14. Fyrstur til að kenna í hinum nýbyggða barnaskóla á
Hólmavík var Guðbrandur Benediktsson í Garpsdal, síðar bóndi
á Broddanesi. Hann hafði verið 2 vetur við nám í Flensborgar-
skóla og ráðið sig til kennslu upp úr því. Ekkert hefur fundist
um þetta í skóla- eða hreppsbókum, ekki heldur hvert var
kennsluhúsnæðið.
En heppnin er með okkur, því að Guðbrandur leysir úr þessu
í viðtali í Dagsins önn II eftir Þorstein Matthíasson: „... en vetur-
inn eftir réð ég mig sem kennara í Geiradalshreppi og norður á
Hólmavík í Steingrímsfirði, þijá mánuði á hvorum stað.“ (A
Hólmavík seinni hluta vetrar 1913-14, sbr. Kennaratal á Islandi).
Ekki fer heldur á milli mála, hvert kennsluhúsnæðið var, því að
Guðbrandur heldur áfram: „Skilyrði máttu heita allgóð, því að á
báðum stöðum vom samkomuhús og þar fór kennslan fram.“
Guðbrandur nefnir Ingimund Magnússon og dætur séra Guð-
laugs Guðmundssonar á Stað, sem voru meðal nemenda hans.
Annars eru nöfn nemendanna skráð í prófabók, og má það
heita reglan upp frá því, að prófaskrár séu færðar, jafnvel þótt
ekki sé fast skólahald. Sá er þó galli á prófaskýrslu Guðbrands,
40