Strandapósturinn - 01.06.2000, Blaðsíða 44
Jónsson á Kolbeinsá hefur fæði og húsnæði hjá Guðjóni Brynjólfssyni
á Hólmavík fyrir 1/25 á dag, þjónusta er sér á parti fyrir 2 krónur um
mánuð.
Fleira ekki fyrir tekið.
Fundi slitið.
d.u.s.
Páll Gíslason Jón Tómasson
Hjá Kristmundi luku 7 nemendur fullnaðarprófi og 18 árs-
prófi. Prófdómari var Sigurgeir Asgeirsson, eins og raunar árið
áður. I umsögn hans til fræðsluyfirvalda stendur m.a.:
Nokkru af börnunum var þennan síðastliðna vetur kennt á
Hólmavík í skólahúsi hreppsins, og höfðu þau þar góða kennslu, og
tekið rnikið góðum framförum, en þess leiðinlegra er að vita, hve illa
skólinn er sóttur af hreppsbúum, og stafar það aðallega, eða máske
eingöngu af því, að ekki eru heimavistir í skólanum fyrir börnin, svo
fæðisgjaldið verður aðstandendum barnanna svo tilfmnanlegt.
Talsverð heimakennsla var því þennan vetur, og sums staðar all-
góð, enda sami maðurinn [huldumaðurinn Guðjón Kristmundsson?]
kennt á fleiri heimilum, svo meira samræmi var á fræðslunni.
Sigurgeir talar um stóran og vandaðan skóla og næg kennslu-
áhöld og heilnæma og notalega skólavist, og þykir að vonum illt,
að ekki sæki fullur helmingur barna slíkan skóla. Vill minnka
stofuna til að spara eldsneyti. Vonleysið er að grípa um sig. Stríð
skollið á.
1915-16. Skömrnu eftir að kennslu lauk þetta vor, konr
fræðslunefnd saman á fund ásamt 15 öðrum atkvæðisbærum
mönnum:
Þá leitaði(st) fræðslunefnd eftir, hvort skóli gæti orðið eftirleiðis á
Hólmavík (hjá hreppsbúum), og varð sú niðurstaða á því máli, að
ekki þótti það tækilegt, því flestir hreppsbúar hugsa sér að hafa
heimakennslu eftirleiðis. Reyndar var hægt að fá svo sem 3-4 börn á
skólann, en fyrir svo fá börn þótti fræðslunefnd ekki tækilegt, að skóli
yrði haldinn.
Páll Gíslason, Magnús Lýðsson og Jón Tómasson rita undir
fundargerðina.
42