Strandapósturinn - 01.06.2000, Page 46
Auðlesið er milli línanna hér og víða annars staðar, að
kennsla í nýja skólahúsinu hefur strandað á kostnaðinum, fyrst
og fremst dýrtíð heimsstyijaldarinnar. Einnig virðist húsið ekki
hafa þótt sem heppilegast, þrátt fyrir orð Guðbrandar Bene-
diktssonar. í fyrstu var húsið einn salur, sem þótti of stór
kennslustofa fyrir fáein börn. Þá var uppihaldskostnaður barn-
anna, sem enn voru langflest úr sveitinni, meiri en foreldrar
þeirra voru fúsir til eða færir um að bera.
Næsta ár var hið síðasta, sem Sigurgeir prófaði börn í Hróf-
bergshreppi. Hann gefur enga umsögn í lokin, en færir prófa-
skýrsluna með sama afburðafráganginum sem fyrr.
Ekki verður með sanni sagt, að einkunnir barnanna þetta árið
gefi mikla ástæðu til óánægju með kennslustarfið, því að af 21
nemanda hlutu 12 einkunnina 7 og 2 einkunnina 8 (hæst gefið
8) aðeins 3 hlutu 4 eða 5 og enginn lægra.
Næstu árin 1919-24 er ekkert bókað nema prófaskýrslurnar,
án athugasemda (þó virðist engin skýrsla vera fyrir árið 1923).
Einkunnir þessi árin eru áberandi lægri en fyrr, hvort sem það
ber að túlka sem lakari kunnáttu eða breyttar prófkröfur. Engar
vísbendingar finnast um nokkurn áhuga fyrir breytingum á
fræðslumálum hreppsins á þessum árum.
Vorið 1922 lætur Kristinn Benediktsson eftirfarandi upplýs-
ingar fræðslumálasþóra í té:
I Hrófbergshreppi féll allt í sama mókið, þegar frestað var bygg-
ingu heimavistarinnar sökum dýrtíðar og getuleysis manna. Frekar
hef ég þó von um að eitthvað verði farið að hafast að, því þorpið
Hólmavík er nú komið svo langt, að það þarf nauðsynlega að fá
skóla, og þá fylgir allur hreppurinn sjálfsagt.
Bygging heimavistar hefur sem sagt verið að komast á laggirn-
ar. Hvergi annars staðar finnst um það mál getið. Og aldrei rætt-
ist sá draumur.
Arið 1923 kom Finnur Magnússon heim frá þriggja ára námi
við lýðháskólann í Askov í Danmörku. Ari seinna, haustið 1924,
réðst hann til kennslu á Hólmavík. Ekki hafði hann kennara-
próf, hafði þó numið fleira en margur réttindamaðurinn getur
státað af. Þessi orð mín byggjast á því, að ungum kenndi hann
44