Strandapósturinn - 01.06.2000, Blaðsíða 47
mér tungumál, þar með íslensku, og stærðfræði, bæði í einka-
tímum og skóla. Þau sömu fræði las ég síðar, af sömu bókum að
hluta, en hjá hálærðum kennurum, og varð ekki var við að Finn-
ur stæði þeim nokkurs staðar að baki. Auk þess var Finnur lista-
maður á fleiri greinar en eina, t.d. á sviði tóna og myndsköpun-
ar. Myndlistinni flíkaði hann þó ekki, en málverk ótalin liggja
eftir hann. Tónlistarhæfileikana komst hann hins vegar ekki
upp með að fela. Það varð fljótlega ljóst, að organleikur og söng-
sþórn lék í höndum hans, hvergi finnst þó skrifað, hvar eða
hvenær hann nam þau fræði. Þó að Finnur réðist fyrst og fremst
til kennslustarfa, er sönnu næst, að öllu meira bæri á söngstarfi
hans. A.m.k. var það starf hans samfelldara en kennslan, og rná
fullyrða, að með komu hans til Hólmavíkur lifnaði mjög yfir
sönglífinu þar, og það féll í fastari skorður, þó að ekki væri hann
þar fyrsti brautryðjandinn. Við barnaskólann kenndi hann oft
söng, stundum einnig þó að hann starfaði ekki að öðru leyti við
skólann. Starfi kirkjuorganista sinnti hann upp frá þessu í
nokkra áratugi, lengi vel fyrir kr. 25.00 um árið, sagt og skrifað!
1924-27. Þessi 3 ár var Finnur fastur kennari á Hólmavík.
Hvergi er á það drepið, hvort Finnur kenndi í barnaskólanum
eða í heimahúsum. Engum breytingum hafði skólinn tekið frá
því Sigurgeir Asgeirsson hafði talið hann óhentugan til kennslu.
Eina heimildin um kennslustaði á þessurn árum, sem ég hef
komist yfir, er frásögn Kristjáns Jónssonar (f. 1915), sem segist
hafa verið við nám í 2 íbúðarhúsum á Hólmavík. Einhveijar lík-
ur eru á að Finnur hafi a.m.k. til að byija með kennt inni á
heimilum. Það hafi farið að þykja óviðunandi og þá hafi verið
ráðist í breytingar á skólahúsinu. I hreppsreikningum kemur
fram, að skólaárið 1926-27 fóru fram endurbætur og viðauka-
bygging á skólahúsinu, sem kostaði 1158 krónur. Upphæð þessi
á þeim tíma er allhá, svo að rneiri háttar framkvæmdir hafa far-
ið fram. Líklega hefur skyggnið að austanverðu þá verið byggt
og bókaherbergið þar inn af, ennfremur senan og leikfimiriml-
arnir, en næstu 3 árin kenndi Asgeir Jónsson frá Tröllatungu,
vafalítið fyrstur manna, leikfimi í húsinu. Um leið voru dyrnar á
vesturgafli teknar af, og voru síðan engar dyr á þessum gafli fyrr
en gerð var slökkvistöð úr húsinu. Dyrnar má sjá á mynd frá
45