Strandapósturinn - 01.06.2000, Blaðsíða 48
1915. Einnig var smíðuð laus flekamilligerð, sem skipti salnum í
tvennt um miðju. Þessa milligerð, sem ætíð var kölluð „Þilið“,
þurfti að taka niður, þegar samkoma var haldin og setja upp aft-
ur að henni lokinni. Samskonar þil var fyrir senunni. Talsvert
verk var að bjástra við þetta, og voru margir komnir í góða
æfingu við verkið, sem lenti oftar en ekki á nemendum skólans.
Hvort allt þetta var gert nákvæmlega þetta ár, er svo sem ekki
alveg víst, en allar voru breytingarnar um garð gengnar 1932.
Um ástæður þess, að Finnur hætti við skólann er ekki vitað, en
ekki er ósennilegt að réttindaleysið hafi valdið mestu. Finnur var
ekki framhleypinn maður, og hefur trúlega ekki viljað trana sér
frarn gegn kennaraprófsmönnum, sem nú fór að fjölga. Eftir
fyrsta kennsluvetur Finns var fundur fræðslumála fyrir Hróf-
bergshrepp haldinn 25. okt. 1925. Þar var bókað m.a.:
Fundurinn er því samþykkur, að sameiginleg kennsla fyrir börnin
á skólaskyldum aldri í Hrófbergshreppi fari fram á þessum vetri og
standi yfir í 3 mánuði á Hólmavík og felur fræðslunefnd framkvæmd-
ir.
Tillagan var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Þetta
má skoða sem traustsyfirlýsingu Finni til handa eftir fyrsta sam-
fellda skólastarfið um margra ára skeið.
Umsagnir prófdómarans, séra Þorsteins, þessi 3 ár Finns, telja
árangurinn mjög góðan, hinn prýðilegasta o.s.frv. Kennslutím-
inn er 3 mánuðir öll árin og skólinn sagður notaður af börnum
í kauptúninu og næstu heimilum. Veturinn 1924-25 var heima-
kennsla á nokkrum bæjum, „og sýndi það sig við vorprófið, að
börnin voru miklum mun betur að sér, þau er notið höfðu
kennslu skólans“ (þ.e. kennslu Finns). Veturinn 1925-26 starf-
aði heimaskóli í 2 til 3 mánuði á Víðidalsá og Víðivöllum, en
1926-27 í Kálfanesi og á Víðvöllum „og var árangur einnig góð-
ur“.
1927-28. Þennan vetur kom Hjörtur Líndal Jónsson frá
Broddadalsá að skólanum, og gefur séra Þorsteinn honum sama
lofsamlega vitnisburðinn og Finni. Heimaskólar voru í Kálfanesi
og á Víðidalsá í 2 mánuði. Auk þess voru kennarar á ýmsum
heimilum við barnafræðslu um lengri eða skemmri tíma.
46