Strandapósturinn - 01.06.2000, Page 49
Skrautsýning á Hólmavík 1930 eða fyrr. Gæti lieitið: Veturinn kveður
— Vorið kemur. Frá vinstri: Jófríður Magnúsdóttir frá Hvalsá, Ragn-
heiður Guðmundsdóttir (Heiða í Heiðarbæ), Sigrún Sigurjónsdóttir
(Dúna), Guðbjörg Magnúsdóttir, systir Tryggva málara, Björn Björns-
son (ekki alveg öruggt, sumir giska á Sigurjón Sigurðsson), Magnelja
Guðmundsdóttir (Magga í Glaumbæ), Björgheiður Jónsdóttir (Heiða á
Klijinu), Elsa Tómasdóttir. Hún var í hlutverki Lambagrassins.
Myndin er tekinframan við senuna í skólanum á Hólmavík. Sviðstjald
Tryggva Magnússonar bak við.
1928-29. Nú eru í fyrsta sinn starfandi 2 kennarar í hreppn-
um, Hjörtur og Jónas Þorvaldsson. Um vorið gengu 37 börn
undir próf (29 árið áður). Þennan vetur verða að öðru leyti þau
tímamót, að í fyrsta sinn er haldinn opinber unglingaskóli. Und-
ir próf gengu f2 nemendur, en 2 forfölluðust vegna veikinda.
Kennslutíminn var 27. nóv. 1928 til 5. mars 1929.
En hér mætti staldra við og athuga, hvað Finnur Magnússon
hafðist að þennan vetur, en hann hafði gufað upp frá skólanum,
sem oft bar við seinna. Munnleg frásögn eftir minni (Þorkell
Hjaltason) hermir, að Finnur hafi kennt unglingum í Benedikts-
húsi (Finnssonar) nýlega byggðu (var byggt 1925) og meðal
47