Strandapósturinn - 01.06.2000, Page 51
Leiksýning skólabarna urn 1930. Myndin er tekin framan við senuna í
skólanum á Hólmavík. Bak við leikendur er hið frœga sviðsfortjald
Tryggva Magnússonar listmálara. Verkið sýnir sveitabœ gamla tímans
og Eyjafjallajökul í baksýn. Tryggvi gerði einnig leiktjöld fyrir Hólmvík-
inga. Tjöldin virðast hafa glatast á einu bretti við flutning úr gamla
skólanum í þann nýja. Ymsa gamla Hólmvíkinga, sem ekki hafa leng-
ur kjark til stórræða, grunar þó að tjöldin gœtu leynst á hanabjálkalofti
annars hvors skólans eða beggja. Hvað segja yngri menn um að klifra
upþ og gá ? Frœgð nokkur nvundi hlotnast þeim, sem tœkist að hafa upp
á þessum dáðu ogsérstæðu listaverkum. Aftari röð frá v.: Jakobína Krist-
insdóttir, Jón Ólafur Ormsson, Magnús Jörundsson, Guðjón A. Kristins-
son, Halldóra Jónsdóttir, Elsa Tómasdóttir. Fremri röð frá v.: Magmís
Jónsson frá Kambi, Halldóra Magnúsdóttir, Asgeir Magnússon.
Fræðslunefndin vildi ekki ganga svona langt, en gat sætt sig
við „undir núverandi kringumstæðum“ að stytta kennslutímann
um allt að þriðjung, í 16-20 vikur og kenna börnunum í einni
deild. Ekki komust menn upp með þessar fyrirætlanir. Fræðslu-
málastjórnin hafnaði hugmyndinni. Lágmarksumsvif munu þó
hafa verið í kennslustarfseminni næsta vetur.
Þá tók við Stefán Stefánsson, ættaður úr N.-Múlasýslu. Finnur
49