Strandapósturinn - 01.06.2000, Blaðsíða 52
var einnig prófdómari hjá honum. A.m.k. einhver hluti kennsl-
unnar þennan vetur fór fram í Jónshúsi (Finnssonar) þar sem í
seinni tíð hefur verið bókaverslun. I þessari skólastofu sat grein-
arhöfundur sínar fyrstu kennslustundir í skóla vorið 1933. Skóla-
starfi vetrarins var þá lokið, en yngstu börnunum var gefinn
kostur á að sækja nokkra tíma til undirbúnings alvörunámi
næsta haust.
A næstu síðum hér á eftir má búast við eilítið breyttri tónteg-
und í frásögninni, þar sem saman við ritaðar heimildir og sam-
tíning eftir Pétri og Páli mun fara að blandast í ríkari mæli per-
sónuleg reynsla og minningaslitur höfundar.
1933-37. fngibjörg Þorgeirsdóttir, frá Höllustöðum í Reyk-
hólasveit, systir Þorgeirs bónda á Hrófá, kemur næst að skólan-
um. Hún var skörungur mikill, rösk og stjórnsöm við kennsluna,
og lét sig einnig önnur mál varða. Seinna ritaði hún snarpar
greinar í blöð um eitt og annað. Um þetta leyti tók börnum að
fjölga allmikið á Hólmavík og síðustu 2 veturna, sem fngibjörg
kenndi þar, kom til liðs við hanajón Kristgeirsson, ættaður úr
Þingvallasveit, og var raunar skólastjórinn. Júlíus Olafsson á
Miðjanesi (faðir Játvarðar Jökuls) kenndi smábörnum í kjallara-
herbergi (SA hornstofunni) í Magnúsar Lýðssonar húsi veturinn
1935-36. Mun það vera í eina skiptið, sem þar var kennt. Þessar-
ar kennslu Júlíusar er hvergi getið, er þó kennaraferill hans
rækilega rakinn í Kennaratali á Islandi. Júlíus var þá kominn á
áttræðisaldur, með snjóhvítt kríuskegg, og var ekki laust við, að
sumir nemendurnir hefðu af honum nokkurn beyg fyrst í stað,
ekki síst vegna þess, að við kennsluna hélt hann stundum á ál-
stöng (lambamerki) og sveiflaði í kringum sig svo að hvein í.
Stöku sinnum lamdi hann henni í borð og bekki með smelli, en
aldrei bar við né var það tilætlunin, að höggið lenti á krökkun-
um, og var Júlíus vinsæll meðal nemendanna.
Jón kennari
1935-44. Jón Kristgeirsson kom til Hólmavíkur haustið 1935
með vörubíl um Steinadalsheiði. Fyrir þeim sama bíl var setið til
50