Strandapósturinn - 01.06.2000, Síða 58
stjóri við skólann. Áður, veturinn 1942-43, hafði hann haldið
unglingaskóla á Hólmavík. Greinarhöfundur settist í þann skóla,
en stutt var í því. Séra Ingólfur taldi heppilegra að hafa mig og
tvo aðra í sértímum heima hjá sér. Við höfðum verið í unglinga-
skólanum 1938-39 og farið yíir það efni, sem nú átti að kenna.
Guð mun hafa þurft að borga fyrir nokkra aukahrafna þann vet-
ur, því að ekki tók séra Ingólfur eyrisvirði af okkur þremenning-
unum.
1945-48. Nú hófst lokaspretturinn í gamla skólanum. Síðustu
kennararnir þar voru skólastjórinn Ingólfur Guðmundsson og
Jóna Kr. Jónsdóttir. Jóna er eini kennarinn, sem kenndi bæði í
gamla og nýja skólanum, ef undan er skilinn Finnur Magnússon,
sem kenndi um árabil í báðum.
Orgelið, Kvenfélagið og Finnur
Tæplega er unnt að fella niður tal um gamla skólann, og hafa
ekki látið orgelsins að neinu getið, þess mikla þarfaþings, sem
fylgdi skólanum gegnum þykkt og þunnt.
Á Hólmavík var það Tómas Brandsson, sem fyrstur stóð fyrir
sönglífi, svo sögur fari af, átti einna fyrstur orgel þar, lék á það og
stjórnaði kórum. Hann söng einnig sjálfur. Seinna kom Karl
læknir. Hann var söngmaður góður, átti einnig orgel og stjórnaði
söng. En orgelin jreirra Tómasar og Karls voru á heimilum þeir-
ra, en ekkert hljóðfæri var í samkomuhúsinu sjálfu. Það tíðkaðist
lengi, að orgel Tómasar var borið þangað á mannamótin og svo
heim aftur. En tíminn leið, og Finnur Magnússon kom heim frá
nárni. Hann var tónlistarmaður góður og tók við söngstarfmu af
þeirn Tómasi og Karli. Hljóðfæraleysið hlýtur að hafa sagt tilfrnn-
ingalega til sín, og er næsta augljóst, hvernig stóð á bréfi því, sem
Kvenfélagið Glæður sendi frá sér síðla hausts 1928.
Á fundi hreppsnefndar Hrófbergshrepps 27. okt. 1928 lagði
oddviti frarn bréf frá Kvenfélaginu Glæður, jress efnis, að félagið
býður að leggja fram 200 kr. gegn því, að hreppssjóður leggi
fram það, sem á vantar til orgelkaupa, og framkvæma kaupin á
þessum vetri. Einnig, að kvenfélagið hafi frían aðgang að téðu