Strandapósturinn - 01.06.2000, Qupperneq 60
skólahúsið á Hólmavík í félagi við Kvenfélagið Glæður, og nú
ákvað hreppsnefndin, að af skólahússjóði, sem enginn var þó til,
skyldi leggja fram næsta ár kr. 125,- og af sama sjóði allt að kr.
125,- árið 1930.
Svo kom orgelið, og var næstum í hálfa öld eina hljóðfærið,
sem notað var opinberlega á samkomum Hólmvíkinga. Haustið
1989 stóð það í Hólmavíkurkirkju, og að líkindum sest þar í
helgan stein, fer vel á því.
Orgelið var Hólmvíkingum alla tíð mikils virði. Félög störf-
uðu og sum dóu út, en ný voru jafnharðan stofnuð. Flest lögðu
þau meira eða minna upp úr söng. Minnst hefur verið á kvenfé-
lagið. Tvö önnur dæmi: Málfundafélagið Vaka, fjórði fundur
þess 2. sept. 1934, félagið ekki hálfs árs gamalt: „Hjálmar (Hall-
dórsson) las tilkynningu frá Kvenfél. Glæður svohljóðandi:
„Fundurinn samþykkir að gefa félaginu „Vaka“ leyfi til þess að
nota orgel félagsins „Glæður“ endurgjaldslaust við söng á hveij-
um almennum fundi þess.“ Hjálmar sagði einnig, að hreppur-
inn, sem á part í orgelinu, væri búinn að gefa sitt leyfi.
Skátafélagið Hólmheijar var heldur ekki orðið ársgamlt, þeg-
ar það hélt fund (1939), þar sem bókaðir voru 11 liðir, þar af
snerust þrír um söng: „1) Sungið. 9) Talað um að fá Finn Magn-
ússon til þess að æfa söng. 10) Sungið. Finnur spilar.“ Nokkrir
fundarmenn höfðu hlaupið heim til Finns og komið með hann
á fundinn eftir nokkrar mínútur! Þetta ber vott um allmikinn
söngáhuga að vísu, en ekki lýsir það síður manninum Finni, og
hvernig var við hann að eiga. Alltaf var hann boðinn og búinn til
að sinna svona kvabbi. Eg er helst á því, að honum hafi sjaldnast
verið boðin greiðsla, og enn vissari, að aldrei krafðist hann slíks.
Eftir að orgelið kom, þutu upp karlakórar hver af öðrum, en
hafa að líkindum ekki verið langlífir. Þeim fyrsta, sem allgreini-
legar sögur fara af, stjórnaði Karl læknir 1929 og söng sjálfur
með. Hann stofnaði þennan kór, og taldi Þorkell Hjaltason, sem
sjálfur var í kórnum, sig muna nokkurn veginn skipan hans:
1. tenór: Karl G. Magnússon
Þorkell Hjaltason
Finnur Magnússon
58