Strandapósturinn - 01.06.2000, Blaðsíða 61
2. tenór: Tómas Brandsson
Finnur Jónsson
Guðmundur J ónsson
Kristinn Benediktsson
1. bassi: Siguijón Sigurðsson
Loftur Bjarnason
Jón Halldórs Jónsson
Asgeir Jónsson, Tröllatungu
2. bassi: Hjálmar Halldórsson
Guðmundur Magnússon
Jón Ottósson
Pétur Hoffmann Magnússon
Ekki mun þessi kór hafa starfað lengi, en annar stofnaður
stuttu seinna, að nokkru skipaður sömu mönnum, en undir
stjórn Finns Magnússonar. Um þetta leyti drógu þeir Tómas og
Karl læknir sig í hlé, en Finnur var eftir það sjálfskipaður for-
kólfur í öllu sönglífi þorpsins næstu áratugina. A ýmsum tímum
störfuðu kórar undir hans stjórn, oftar karlakórar en einnig
blandaðir, að ógleymdum safnaðarsöngnum. A stríðsárunum
stjórnaði Finnur mjög vinsælum kvartett, sem oft kom fram og
yfirleitt fyrir fullu húsi. Kvartettinn skipuðu eftirtaldir: Kjartan
Jónsson (Konráðssonar), Jóhann Guðmundsson, frá Bæ, Bjarni
Halldórsson, og Finnur Benediktsson.
Bókaherbergið
Inn af skólastofunni er herbergiskytra, einir 6-8 fermetrar að
gólffleti. Þar hafði Lestrarfélag Hrófsbergshrepps bækur sínar
lengi, a.m.k. áratuginn 1932-1942. Allan þann tíma og raunar
lengur, var Þorkell Jónsson, bróðir Arna Eyþórs, bókavörður. A
þeim tíma var bókasafnið mjög mikið notað. Hávaðarifrildi átti
sér þar oft stað (þ.e.a.s. í skólaforstofunni, því að ekki var rúm
fyrir fleira fólk en bókavörðinn í safnsherberginu) út af nýjum
straumum í bókmenntum. Einkum deildu menn um bækur
59