Strandapósturinn - 01.06.2000, Síða 64
Þar innan dyra er varðveitt fyrsta slökkvidæla Hólmvíkinga,
handknúið furðuverk, í sæmilegu standi. Ef dæla þessi þykir
ekki nú þegar orðin hinn merkilegasti forngripur, hlýtur sá dag-
ur að vera skammt fram undan, að svo verið metið.
EFTIRMÁLI
Skólateikningar
Framanskráður skólaþáttur var saminn fyrir áratug (f99i), en
birtist nú af sérstökum ástæðum. Skömmu áður en hann fór í
prentun, komu í leitirnar tvær áður óþekktar teikningar, önnur
af gamla skólahúsinu, hin af fyrirhugaðri heimavistar viðbygg-
ingu við skólann. Teikningar þessar hnekkja ýmist eða skýra ýms-
ar vangaveltur í þættinum. Hvorki reyndist þó thni né þótti brýn
ástæða til að flétta lagfæringar inn í upphaflega textann. í þess
stað er lesendum bent á að hafa teikningarnar til hliðsjónar
lestrinum, þar sem rætt er um skólabygginguna og ekki síður
heimavistarhúsið, sem reis þó aldrei. Ætti þeim þá að verða ljóst,
hvar helst höfundur hefur vaðið reyk.
Teikningar þessar munu koma mörgum á óvart. Varla mun
nokkur núlifandi Hólmvíkingur hafa haft grænan grun um til-
vist þeirra. Ekki eru þær ómerkari fyrir það, að höfundarnir eru,
eins og undirskriftir bera með sér, Rögnvaldur Olafsson, sem
kallaður hefur verið fýrsti arkitekt þjóðarinnar, og Guðjón Sam-
úelsson, húsameistari ríkisins. Arinbjörn Vilhjálmsson, arkitekt,
gróf upp þessar teikningar í sambandi við húsakönnun sína fyr-
ir Hólmvíkinga og lét mig vinsamlegast njóta. Er honum hér
með þakkað fýrir það. Með teikningunum hér á eftir fylgja fá-
einar athugasemdir og skýringar.
62