Strandapósturinn - 01.06.2000, Síða 66
Skólahús á Hólmavík eftir Rögnvald Ólafsson
Það vekur athygli, að Rögnvaldur undirritar teikninguna 5.
mars 1913, tæpum hálfum mánuði eftir að byggingin var ákveð-
in (21. feb). Þessar dagsetningar afsanna með öllu, að skólahús-
byggingu hafi aldrei borið á góma meðal Hólmvíkinga fyrr en á
„þrifabaðafundinum", eins og ályktað er hér að framan og orða-
lag fundargerðarinnar virðist bera með sér. Málið hefur þvert á
móti verið þaulskipulagt og fundargerðin nánast samin fyrir-
fram. Skólabyggingin hefur verið undirbúin í kyrrþey á óform-
legum fundum en vandlega þagað yfir. Byggt hefur verið eftir
teikningunni í aðalatriðum. Fjórar breytingar eru þó auðséðar:
1) Endaskipti hafa verið höfð á húsinu (grunninum speglað).
2) Engir gluggar eru á bakhliðinni (3 á teikningunni).
3) Senan er minni á teikningunni en varð og klefarnir sitt
hvorum megin því stærri en byggt var. (Rangt virðist til getið, að
senan hafi verið byggð 1926-27, heldur strax 1913).
4) Skyggni á vesturgaflinum, sem teikningin sýnir, var aldrei
byggt-
Skólateikningunni fylgja mjög ítarlegir listar á 6 blöðnm,
stærð A4, um nánast allt efni sem þurfti til byggingarinnar. Mikl-
ir verðútreikningar eru á þessum blöðum, og eftir þeim mætti
sjálfsagt fmna áætlaðan heildar byggingarkostnað. Sumt er dál-
títið ógreinilegt í þessum plöggum, enda ekki hreinskrift. Ekki
verður betur séð en á einum stað standi: Styrkur hœfil. ca 1400.
Ekki þarf það þó að tákna, að styrkur sá hafi goldist, en ósenni-
legt að ekki hafi verið leitað eftir honum, ef kunnugt hefur ver-
ið um möguleikann.
Heimavistaskóli á Hólmavík eftir Guðjón Samúelsson
Heimavist við skólahúsið er eitt gleggsta dæmi um langtíma-
draum Hólmvíkinga, sem aldrei rættist. Strax á fjórða ári skólans
er ljóst orðið að skortur heimavistar á staðnum stendur fræðslu-
starfsemi fyrir þrifum. Börnin eru flest úti um sveidr en fá í
64