Strandapósturinn - 01.06.2000, Blaðsíða 74
Jón Guðnason:
Þórður
Sigurðsson í
Grænumýrar-
tungu
[Grein þessi birtist
áður í Oðni,
10. tbl. 13. árg. 1918]
Þegar komið er niður af Holtavörðuheiði norðanverðri, nið-
ur í Hrútafjörðinn, liggur leiðin fram hjá bóndabýli einu, sem
við fyrstu sjón kann að virðast lítið frábrugðið öðrum smærri býl-
um þessa lands. En þó mun fæstum vegfarendum hverfa það svo
úr sýn, að þeir hafi ekki komið auga á greinilegar menjar þess,
að þar hefur lengi verið unnið högum og hörðum höndum. Svo
snyrtilegt er alt útlits, sem þar er af mannahöndum gert. Og um-
hverfið, grýtt og lnjóstugt, ber þess vitni, að umgirti bletturinn,
sem nú er allur einkar fallegt tún, hafi eigi verið þjáll til ræktun-
ar. Er það næsta ánægjulegt, að mega nú líta svörðinn skreyttan
fögrum gróðrarfarfa, þar sem áður voru grýttar þúfnapælur, lítt
fýsilegar til ræktunar.
Býli þetta heitir Grænumýrartunga - venjulega kallað Græna-
mýri - og er bygt úr landareign Mela í Hrútafirði. Ætla jeg að
ekki sje langt síðan það bygðist, en annars er mjer saga þess
ókunn, nema nú síðasta mannsaldurinn, enda mnn það lítið
hafa komið við sögu fýr. Hjer skal nokkuð, þótt eigi verði til hlít-
ar, sagt frá manni þeim, er nú um aldarfjórðung hefur gert garð
þennan frægan. En það er Þórður bóndi Sigurðsson.
72