Strandapósturinn - 01.06.2000, Side 75
Þórður er fæddur á Melum í Hrútafirði 9. dag októbermánað-
ar árið 1852. Foreldrar hans voru Sigurður Sigurðsson og Helga
Þórðardóttir, þá vinnuhjú hjá Jóni kammeráði á Melum, sýslu-
manni Strandamanna. Þórður ólst upp með föður sínum til 10
ára aldurs; var Sigurður þá í vinnumensku á ýmsum stöðum,
lengst af í Miðfírði, og þar ljest hann í hárri elli hjá Hirti Líndal
á Fremra-Núpi. Eftir að Þórður fór frá föður sínum var hann
með móður sinni og stjúpa, Arna Björnssyni, í nokkur ár til
fermingaraldurs. En fermingarárið ijeðst hann í vinnumennsku
til Þorsteins Jónssonar í Hrútatungu (d.1902). Þorsteinn var
hálfbróðir (sammæðra) Jóns bónda Jónssonar (kammeráðs) á
Melurn, föður Jóns prófasts á Stafafelli, Jósefs á Melurn og þeirra
systkina. Var Þorsteinn í röð merkustu bænda í Hrútafirði í þá
tíð, hagsýnn og hjálpsamur, þó að eigi væri búskapur hans með
yfirlætisbrag. Er eigi ólíklegt, að vistin í Hrútatungu hafi orðið
Þórði hollur skóli fyrir lífið, sjerstaklega fyrir þau ævikjör, er
biðu hans. Hann var þar í níu ár og hafði þá fýllilega lært það,
sem hann þurfti svo mjög á að halda síðar meir: að láta hendur
standa fram úr ermum.
Arið 1875 kvæntist Þórður Sigríði Jónsdóttur, bónda á Bálka-
stöðum, sem druknaði í Drumbafljóti 1859, Magnússonar. Byij-
uðu þau þá sjálfsmensku það ár með 1 hross og 2 ær, sem þau
sjálf áttu, og svo nokkrar byggingarær. En búskap byijuðu þau
fýrst vorið 1878 og þá á túnlausu fjallbýli, Gilhaga í Bæjarlireppi.
Er það annar fremsti bær í Hrútafirði og liggur vestanvert í dali
þeim, er gengur fram af Hrútafirði austan við Holtavörðuheiði.
1 Gilhaga voru þau hjón í þijú ár og blómguðust efni þeirra þar
allvel. En þá fluttust þau á annað fjallbýli í sama hreppi, Miðhús,
og voru þar þangað til vorið 1883, að þau fluttust aftur að Gil-
haga. Eins og kunnugt er voru árin 1881-82 hörð ár og fjell þá
fjenaður manna víða um land. Misti Þórður þá eins og aðrir
töluvert af skepnum sínum, svo að ekki var glæsilegt fýrir hann,
einyrkja hlaðinn ómegð, að halda áfram búskap á fjallbýli. En
fýrir dugnað og fyrirhyggju tókst honum samt að komast af.
Hörð varð þeim hjónunum að vísu vistin þarna fram á heiðabýl-
inu, enda segir Þórður, að hagur sinn hafi aldrei verið svo
þröngur sem seinni árin þar. Mundu margir hafa gefist upp í
73