Strandapósturinn - 01.06.2000, Blaðsíða 76
hans sporum og falið sveitinni að annast það, sem skorti á góða
afkomu. En slíkt var Þórði fjai ti skapi að gera, nreðan nokkurs
annars væri kostur. Var hann og svo nærgætinn um allan heim-
ilishag sinn, að með afbrigðum rná telja. Mest bagaði þarna
mjólkurleysið, sem leiddi af túnleysinu; en börnin voru í
bernsku og mjólkurþurfa. Var úr því bætt á þann hátt, að yngsta
barnið var haft á bijósti, meðan tök voru á; en fært var frá ánum
á sumrin, og urðu eldri börnin að lifa upp á súrmat og vatns-
grauta yfir veturinn, í mjólkur stað. Má geta þess um leið, að
ekki hafa önnur börn þar nyrðra þrifist betur líkamlega, eða
fengið rneiri krafta í köggla en börn Þórðar. - Frá Gilhaga flutt-
ist Þórður að Valdasteinsstöðum og var þar í nokkur ár. En vor-
ið 1894 fluttist hann þangað, sem hans mun verða lengst við get-
ið, að Grænumýrartungu. Var hagur hans þá nokkuð farinn að
batna, enda börn hans þá orðin stálpuð og komin til vika.
Grænumýrartunga var þá í mestu órækt, húsin fá og ljeleg og
túnskækillinn í órækt. En á stuttum tírna bygði Þórður upp öll
hús á jörðinni og bætti við nýjum. Um leið og hann bygði pen-
ingshúsin, bygði hann hlöður við þau öll. Oll húsin gerði Þórð-
ur úr torfi, voru þau mjög snyrtilega hlaðin og enginn moldar-
kofabragur á þeim. Síðar kom hann þó nokkru af hlöðunum
undir járnþak.
Að þessu öllu vann hann einn með sonurn sínum; er hann
smiður góður og hagleiksmaður, þó að aldrei hafi hann smíðar
lært og hefur sá hæfileiki gengið í arf til allra sona hans. Bús-
hluti sína flesta, þá sem með algengum tækjum verða gerðir,
mun Þórður og sjálfur hafa smíðað. Hann hefur fylgt þeirri
reglu í búskap sínum, að sækja sem fæst til annara og þarf ekki
að fjölyrða um, hve vel sú regla hefur gefist. - Túnið hefur Þórð-
ur bætt afarmikið, eins og áður er að vikið, fært það stórum út
og girt. Er túngarðurinn að mestu hlaðinn úr gijóti en að
nokkru úr torfi. Túnið má nú heita alt sljett og í bestu rækt,
enda er nú ólíkt meira töðufallið, heldur en þegar Þórður tók
við því; mun það hafa aukist meir en um helming.
Lítillar tilsagnar naut Þórður í uppvexti sínum; honum var
kennt kverið og að lesa; hærra var nú ekki markið sett þá. Sjálf-
ur lærði hann svo tilsagnarlaust að skrifa og reikna dálítið. En
74