Strandapósturinn - 01.06.2000, Page 77
þó að Þórði væri fátt kennt, þá hefur hann þó ávalt fylgst vel
með tímanum; að vísu ekki gefið sig neitt að opinberum málum,
en lengst af haft annað að sýsla, en þó jafnan haft áhuga á öllu
því, er hefur mátt verða sveit hans og landi til gagns og frama.
Má hiklaust telja hann í hópi þesskonar framfaramanna, er jafnt
gæta forsjár sem kapps. Og enn er hann, karlinn hálfsjötugur,
ungur í anda sem væri hann á besta skeiði.
Konu sína missti Þórður 1908. Af börnum þeirra lifa nú 6 syn-
ir. Af þeim eru þrír orðnir bændur, allt mestu dugnaðarmenn.
Þeir eru: Helgi bóndi á Hárekstöðum í Norðurárdal; Björn bón-
di í Gilhaga og Gunnar bóndi í Grænumýrartungu. Tók Gunn-
ar við búskap af föður sínum vorið 1913.
Opinbera viðurkenningu fýrir störf sín hefur Þórður ekki
hlotið aðra en þá, að hann fjekk verðlaun úr Ræktunarsjóði Is-
lands (100 kr.) fýrir allmörgum árum (1902). - En í huga sveit-
unga sinna allra á hann þá viðurkenningu, að hann hafi verið
með mestu gagns- og sómamönnum síns hjeraðs, þó að eigi hafi
hann runnið framfaraskeiðið í stórum stökkum. Og kunningjar
hans - og einnig rnargir ókunnugir ferðamenn - munu minnast
þess lengi hve skemtilegt var að koma til hans. - En óbrotgjarn-
asti minnisvarðinn hans verður þó fallegi bletturinn, sem hann
hefur friðað og ræktað. Og þann minnisvarða veit jeg líka að
Þórður vildi ekki láta í skiftum fyrir myndastyttu, - þó að hún
væri úr gulli.
Þórður lést 7. júní 1926. Auk þeirra þriggja sona hans sem getið er
í greininni, átti hann Sigurð á Núþsseli í Miðfirði, Guðmund á Borð-
eyri og Svanberg á Fossi í Hrútafirði. Um Þórð var ritað í Tímanum 12.
okt. 1952.
Þórir Daníelsson bjó til þrentunar
75