Strandapósturinn - 01.06.2000, Síða 81
öllum fískimiðum. Hákarla-
veiði er nokkuð stunduð frá
Djúpuvík. Fyrir hana hefur
algerlega tekið í vetur.
Þótt ísinn sé vondur og
hafi valdið miklum búsifj-
um, er honum þó ekki alls
varnað. Oft fylgir honum
eitthvert bjargræði. Venju-
lega voru íslausar vakir í vet-
ur fyrir utan varirnar á
Gjögri og Djúpuvík. Þar
veiddist óvenju mikið af
hrognkelsum. Mér er ekki
kunnugt um, að nokkurn
tíma áður hafi verið slík
veiði á þessum stöðum. Það
var mikil björg fyrir þá, sem þessar veiðar gátu stundað. Ekki get
ég fullyrt, að ísinn hafi átt þátt í þessari miklu veiði, en líklegt
þykir mér það.
Eg hef oft verið spurður um, hvort hafísinn hafi einhver sál-
ræn áhrif á fólkið sem hér býr. Ekki hef ég mikið orðið var við
það. Við erum orðin vön honum frá barnæsku. Ég hef aldrei
verið hræddur við ísinn eða fundið til innilokunarkenndar þótt
hann lægi við landið. Sjálfsagt er unga fólkið stundum hrætt við
bjarndýr, en slík hræðsla er ástæðulaus nú á dögum, þegar allir
eiga góða byssur. Aður fyrr höfðu fátækari bændur ekki efni á
því og voru því algjörlega varnarlausir, þegar bjarndýr gengu á
land.
Aftur á móti verður ekki framhjá því gengið, að nokkurn
kvíða setur að fólki, þegar allar samgöngur lokast, bæði á sjó og
landi, og fólkið býr við algera einangrun og oft lítinn heykost og
jafnvel matföng af skornum skammti. En hér býr harðgert og
kjarkmikið fólk, sem háð hefur, allt sitt líf, harða baráttu við
óblíð náttúruöfl. Hingað til hefur það harðnað við hverja raun,
og þannig vona ég að það verði áfram.
Það, sem ég óttaðist mest í vetur, var að ísinn mundi eyði-
79