Strandapósturinn - 01.06.2000, Qupperneq 84
á Gjögri. Bóndinn í Munaðarnesi kvaðst hafa séð mikið af sel á
ísnum í nánd við selalátrin. Þegar ísinn rak frá skerjunum, fyllt-
ust þau óðara af sel, eftir að lagnir byijuðu varð veiði svipuð og
í fyrra.
Hafísinn hefur mikil áhrif á veðurfarið. A vorin eru hér venju-
lega miklar norðaustan þokur, rigningar og krap. Því verður
ekki neitað, að þetta tíðarfar þreytir okkur mest af öllu. Eg tala
nú ekki um, þegar á sumrin eru stöðugar þokur og gjólur.
Þegar ísinn liggur við landið er kaldara, en loftið hreint og
tært. Oftast fylgja ísnum miklar stillur og kyrrvirði. Eg veit því
ekki hvort hægt er að segja, að tíðarfarið sé verra þegar hafísinn
er kominn upp að. Eg man til dæmis eftir einu sumri einhvern
tíma á milli 1920-30. Þá voru ísjakar hér inni á firði og mikill ís
úti fyrir allt sumarið, en heyskapartíð var ágæt. Alltaf sól og kyrr-
viðri. En þegar íslaust er, heijar þokan og suddinn stöðugt á
okkur. Stundum kemur fyrir, að ekki er hægt að þurrka hey fyrr
en um höfuðdag. Þessari óþurrkatíð bægir hafísinn frá okkur.
Þótt norðanveðrin séu hvimleið hafa þau þó oft fært okkur
mikinn rekavið upp á ströndina og greitt þannig fyrir sig. í vet-
ur, áður en ísinn kom, var óhemju mikill rekaviður á fjörum,
sumir gátu bjargað honum, en aðrir ekki, og fór sá rekaviður
með ísnum, eins og áður segir. Rekaviðartekjur eru hér ein af
undirstöðunum að afkomu bænda, og hefur oft fært þeim góða
björg í bú.
Þótt hafísinn sé hér á slóðum tíður gestur, hafa bjarndýr til-
tölulega sjaldan gengið hér á land. Mér er þó minnisstætt árið
1914. Þá lá hafísinn hér við land og fyllti hvern fjörð. Hér á Ing-
ólfsfirði var ísinn samfrosta landinu, svo við unglingarnir gátum
rennt okkur á skíðum niður fjallshlíðina og beint fram á ísinn.
Dag nokkurn, er við þrír bræður vorum að leik okkar á skíð-
unum, sáum við spor á ísnum, sem við ekki þekktum. Þegar við
hugðum betur að sáum við eitthvert kvikindi á ferð út með land-
inu norðanmegin. Við biðum nú ekki boðanna, en hröðuðum
okkur heim. Eg náði þar í gamlan byssuhólk og þrjú skot, en
bróðir minn fann gamla hákarlaskálm. Þannig vopnum búnir
þutum við á eftir dýrinu. Þegar við komum út að Valleyri, sáum
við að þetta var bjarndýr, sem lullaði í átt til vakar í ísnum, sem
82