Strandapósturinn - 01.06.2000, Side 85
ekki var þar langt frá. Við hertum nú hlaupin, sem mest við
máttum. Þegar við vorum komnir samhliða dýrinu var örskammt
í vökina. Eg gat þá ekki setið á mér, miðaði og hleypti af. Skotið
virtist engin áhrif hafa á dýrið. Það leit til okkar og steypti sér í
vökina, en blóðslettur sáust á ísnum.
Eg hlóð byssuna aftur og hljóp meðfram ísskörinni í sömu átt
og dýrið synti og beið þess, að það kæmi upp. Eg hafði getið
mér rétt til. Dýrið kom upp skammt frá mér og leit ólundarlega
til mín. Eg miðaði, því mér fannst ég hafa öruggt færi, og hleypti
af, en dýrið stakk sér samstundis og blóðlitur kom á sjóinn.
I þessum svifum kom til okkar bóndinn á Seljanesi. Elann átti
bátkænu í nausti þarna skammt frá. Við hlupum þá til, settum
bátinn niður og rerum sem ákafast í átt til dýrsins, sem enn synti
í vökinni. Þegar það sá okkur nálgast sneri það á flótta frá ísskör-
inni. En það átti ekki hægt um vik, því brátt varð fyrir því lagn-
aðaríshroði utar í vökinni. Bjarndýrið brauzt sterklega í gegnum
ísinn, og við komum í slóð þess. Ekki gat dýrið þó komizt langt,
því ísinn þéttist fljótlega og lokaði því leið. Það sneri þá við og
synti í átt til okkar með hvæsi og urri. Eg var með hlaðna byss-
una, en þar sem það var síðasta skotið, var ég ákveðinn í að láta
það ekki fara nema hæfa, því okkur var öllum ljóst, að ekki
þurfti dýrið mikið að koma við bátkænuna til þess að hvolfa
henni.
Annar bróðir minn var fram í með skálmina, ég stóð við fram-
þóftuna, en hinir höfðu aðeins árarnar að vopni. Þegar dýrið
kom að bátnum, lagði bróðir minn skálminni í það. Elún gekk
ekkert inn, samt mun dýrið hafa fundið til, því það sneri frá okk-
ur og synti nokkurn spöl aftur inn í rennuna. Þá sneri það við
og tók nú aftur stefnu á okkur. Eg miðaði stöðugt en fékk aldrei
færi. Þegar dýrið var rétt komið að bátnum, nam það staðar, líkt
og það vildi virða okkur betur fýrir sér, áður en það legði til
atlögu. Þá kom færið. Eg lét skotið ríða af, og þá lá það.
Dýrið flaut vel í sjónum. Við komum böndum á það, og dróg-
um það að ísskörinni. Þá voru menn komnir að, sem hjálpuðu
okkur að draga dýrið upp á ísinn. Þetta var mikið bjarndýr með
fallegan feld, sem við seldum síðar fýrir gott verð. Kjötið var
mest notað til kindafóðurs. Annars var það bezti matur, dálítið
83