Strandapósturinn - 01.06.2000, Qupperneq 86
líkt hrossakjöti, en af einhveijum ástæðum fannst fólki ekki við-
eigandi að eta bjarndýrakjöt. Ekki hafa fleiri bjarndýr komið á
land hér í Ingólfsfírði svo ég viti til.
Nokkrum árum eftir þennan atburð, gekk bjarndýr á land í
Drangavík. Það var lítill húnn. Hann kom lötrandi heirn að bæn-
um og hélt rakleitt að moldarkofa á túninu, þar sem geymdur
var þrár selur og lýsi. Dýrið tróð sér inn og tók óðara að gæða
sér á selnum. Þegar húnninn var kominn inn í kofann, læddist
bóndinn að dyrunum og tókst að loka hurðinni. Engin byssa var
til á heimilinu, og ekkert að vopni nema skóflur og barefli.
Þá vildi svo til, að ferðamaður átti þar leið um. Hann var með
byssu. Bóndinn kom nú að máli við manninn og sagði honum
sem var, að bjarnarhúnn væri innilokaður í grútarkofanum niðri
á túninu. Bað hann nú gestinn að lána sér byssuna til þess að
vinna dýrið. Hann skyldi greiða honum andvirði skotsins. Gest-
urinn hugsaði sig um nokkra stund og var seinn til máls. Loks
svaraði hann dræmt, og kvaðst ekki að slíkum kaupum ganga.
Skotið gæti hann fengið keypt, en byssuna lánaði hann ekki,
nema gjald kæmi fýrir. Bóndi kvað sér lítið gagn af skotinu án
byssunar, og innti hann eftir gjaldinu. Gesturinn kvað hér mik-
ið happ á ferðum. Það væri ekki á hverjum degi, sem bjarndýr
gengi beint til húsa og léti læsa á eftir sér, en byssulaus gæti
hann aldrei unnið dýrið. Það væri ekki sín sök, að heimilið væri
byssulaust. Byssa sín væri mikill forláta gripur, og komin til sín
langt framan úr ættum. Sér væri því alveg sérstaklega annt um
hana, og helzt vildi hann ekki lána hana. Þó væri á því nokkur
kostur, ef bóndi greiddi honum 10 krónur fyrir lánið.
Þetta þóttu bónda harðir kostir, því 10 krónur voru þá allmik-
ið fé. Þjörkuðu þeir um kaup þessi lengi dags, meðan bangsi
gæddi sér á selnum, sem bóndi kvað sér mein að missa. Gestur-
inn kvað sig það engu skipta, þótt björninn héldi fjöri og færi
leiðar sinnar að lokinni máltíð. Þegar ljóst var að engri mála-
miðlun yrði við komið, gekk bóndinn að kröfum gestsins. Héldu
þeir síðan til kofans. Hafði björninn þá lokið máltíð sinni og
fengið sér blund. Hann lét þar líf sitt og hvarf sæll og mettur til
feðra sinna, en gesturinn hélt leið sína með 10 krónur í vasan-
um.
84